föstudagur, mars 18, 2005

ég var að borða hraun

Tinna mín elskuleg var að kvetja mig til þess að blogga um hádegistónleikana sem við fórum á síðasta miðvikudag. ég hugsaði málið í stutta stund og ákvað svo að skella mér bara í það. leiðinlegt skítverk, en einhver verður að gera það. ójá.
ég hef aldrei þolað Ragnheiði Gröndal.
veit samt ekki útaf hverju og finnst þaðsoldið leiðinlegt. Þessvegna fór ég með sérstaklega opnum huga á þessa tónleika. ég átti meira aðsegja mjög ýtarlegt samtal við samvisku mína, svokallað samviskusamtal sem var einhvernvegin svona:

ég: oj ragnheiður gröndal! ég þoli hana ekki! þetta verða leiðinlegir tónleikar!
samviskan (s): ekki þessa stæla, tónleikarnir eru ekki byrjaðir svo að það er ljót ta segja svona. kannski verða þetta skemmtilegustu tónleikar lífs þíns og þú missir af þeim af því að þú verður með hundshaus.
ég: ég er ekkert með hundshaus!
s: víst. og afhverju er þér svona illa við aumingja ragnheiði? hún hefur ekkert gert þér.
ég: hún er barnaleg.
s: hún er líka bara barn.
ég: hún er alltaf í grænum fötum.
s: það er ekki góð ástæða til að vera illa við fólk.
ég: júvíst
s: nei
ég: jújújújújú!
s: neineineineineineinei!
ég: jújújú í óendalegt, bannað að breyta!
s: grrrrr!
ég: ókei ókei, ég skal vera góð en þá má ég fá hraun á föstudaginn ef mér finnst leiðinlegt.
s: allt í læ.

svo voru þetta bara hundleiðinlegir tónleikar, allt einhvernvegin svo asnalegt. píanóið var órafmagnað og þegar tónleikarnir byrjuðu var það bara kúl, svo kom gítarinn inn og maður bara "oj rafmagnsgítar!" en svo var það allt í læ eftir smá stund af því að hann var svo gegt góður, en svo byrjaði litla barnið og maður bara "sjett, hver kveikti á útvarpinu?" af því að allt í einu kom bara þvílíkt glataða pínulítill-lélegurmagnari hljóð sem skemmdi allt.
svo syngur hún nú soldið mikið á lofti (sem er oft töff, en stundum samt ekki) ogþað lá við að maður fengi bara hellur það var svo mikið vindhljóð.
svo fannst mér píanókonan slá svo fast á nóturnar að það var bara eins og þetta væri allt stakkató.
kannski átti það bara að vera þannig.
en lögin voru flest öll bara mjög flott. eitt ljóðið var meira segja svo ógeðslega flott að ég ætlaði svo sannarlega ða muna nafnið á konunni sem samdi það og sjá hvort ég fyndi hana á netinu.

en ég gleymdi því.

og svo ég summi þetta allt upp þá verð ég að segja að kaffibollinn og kleinan rándýra sem ég fékk mér fyrir tónleikana í fríðu föruneyti tinnunnar var algjör hápunktur hádegisins.
svo kallað H-H.