fimmtudagur, ágúst 21, 2003

vei vei vei!
ég var að tala við Þórunni :D getiði hvað ég ætla að gera í vetur með henni... híhí hí!
í gær bjó ég mér til rosalega gott pasta salat úr öllu því grænmeti í ísskápnum sem ekki var farið að skríða um eða lykta Mjög Illa. m.a. setti ég hálfan rauðlauk. af því að mér finnst laukur svo góður. en allt í læ með það, ég borða á mig gat, fæ tár í augun af því að bryðja allan þennan lauk og sofna yfir sjónvarpinu. en í hádeginu núna í dag fór ég í leikfimi hjá henni Báru Beibí og svitnaði heil óskup. þá gaus upp þessi líka Svakalega lauklykt. ætli maður svitni lauklykt?
en mér var nú ekki farið að standa á saman þarna á tímabili, matreiðslu-brjálæðisglampi komin í augun á konunum við hliðina á mér go svei mér ef ein var ekki farin að sleikja útum í gríð og erg. þannig að eftir tímann flýtti ég mér sem mest ég mátti og hljóp uppá skjaló með öndina í hálsinum, bjóst nokkurnvegin við að vera með hjörð af hungruðum konum á hælunum, en svo var nú ekki.
*hjúkk*
jibbí jei!
ég keypti lottó miða :) maður hefur nú ekki gert það í mörg ár. jafnvel bara aldrei. en það eru víst meiri líkur á að vinna ef maður heitir á einhvern, svo að ég ætla að gefa öllum sem skrifa í gestabókina mína í dag, á morgun og á laugardaginn ÍS ef ég vinn í lottó :)
ef þetta er ekki ekkvað til að plögga flottu góðu gestabókina þá veit ég ekki hvað.
tala nú ekki um hinar hækkandi líkur á að ég vinni í lottó...
híhí
búin að setja nýjan link og það er á hana Dagnýju menningarnóttar-gúrú. :)
vó! tsjekkið á minnsta fugli í heimi og hreiðrinu hans...
við erum að tala um að spýtan á myndunum er tannstöngull!

link
(ég ætlaði að skella myndum en blogger fílaði það ekki.... :( )
mamma ekki fyrr komin heim frá Borgarfirði og ég er farin að sofa yfir mig. mætti ekki í vinnuna fyrr en hálf tíu í morgun. snilld. eða ekki.
ég held að ég sé að verða veik, er asnaleg í hausnum og heit í augunum. hósta eins og bronkítis sjúklingur og sýg upp í nefið oftar en ég hnerra vegna þess hvað mig kítlar í nefið.
já og svo eru hálskirlarnir í mér eins og melónur.