þriðjudagur, september 16, 2008

týnt en ekki tapað

matreiðslubókin mín (sem er bleik á lit) týnist aldrei. nema koreri áður en sá sem ætlar að nota hana þarf að fletta einhverju upp.
þetta endurtók hún af miklum móð hérna áðan og leitaði ég horna á milli í allri íbúðinni. athugaði meira aðsegja hilluna undir vaskinum á klósettinu, svona til að ítreka hversu vandlega var leitað.
svo var hún auðvitað uppí hillu með hinum matreiðslubókunum, með sakleysissvipinn.
það sem var einkar skemmtileg var svo að komast að því að þessi tiltekna uppskrift var svo þegar allt kom til alls bara ekki í bókinni.
jahérna svona er nú margt manni til skemmtunar gert.
eða þannig.
en jæja, mér er ekki til setunnar (z) boðið að skella mér útí búð. á von á nokkrum hefðardömum í kvöldverð á morgun svo það er eins gott að vera vel birgur.