föstudagur, október 19, 2007

nýjustu fréttir

hæ hó druslurnar mínar, allt svossem gott að frétta. var að hringa í helvandskdjö hálfvitana hjá BT sem ætluðu að senda mér internet draslið. það var semsagt sent heim til okkar 4. október (!) en þar sem enginn var heima fóru þeir bara. ÁN ÞESS AÐ SKILJA EFTIR MIÐA. miða með t.d. upplýsingum um að einhver hefði komið til að afhenda pakkann, eða t.d. með símanúmeri fyrir okkur að hringja í, eða t.d. nafninu á fyrirtækinu sem stendur í því.
já neinei.
svo ég var svo lánsöm að mega eyða 3 klukkutímum (!) í morgun við símann, hringjandi í hinn og þennan. aðallega þennan, þeas BT hálfvita og fíbl. þeir gátu loksins druslast til að gefa mér númerið á sendingaþjónustunnni og þegar ég talaði við þá voru þeir svo indælir að tilkynna mér, að fyrst það væri liðnir meira en 5 dagar frá því þeir reyndu að skila til okkar pakkanum með internetinu, þurftu þeir að senda hann aftur til BT og það eina í stöðunni fyrir mig væri að panta internet pakkann AFTUR! og svo var þetta allt BT að kenna af því að þeir létu ekki símanúmerið mitt fylgja með pöntuninni og svo var ekki hægt að skilja eftir miða vegna þess að stigagangurinn var læstur. HVAÐ MEÐ BRÉFALÚGUNA?!?!?!
EN ALLAVEGA, ég var svo lánsöm að mega panta internet pakkann minn aftur, þurfti reyndar 5 símtöl til (tók svona 40 mín vegna þess að það var alltaf verið að setja mig á bið... er komin með varanlegt óþol af Eine Kleini Nactmusik) vegna þess að þeir voru alltaf að skella á mig (alfeg óvart var mér nú samt sagt).
eftir þessa dramatísku reynslu sparkaði ég í vegg, lamdi símanum í hulstrið, blótaði mjög mikið og henti blýanti útum gluggann.
en nýjustu fréttir eru að sendingin á að koma til okkar "næstu daga" og druslurnar hjá "home delivery" eru með símanúmerið mitt og ÉG er með símanúmerið þeirra, svo þeir munu fá símtöl frá mér á nokkra tíma fresti þangað til helv internet pakkinnn er kominn inn um dyrnar á Hagley Court.

svo var hljómsveitin að byrja og schehcchcerezdhade er leiðinlegasta, ljótasta, verst skrifaðasta verk í öllum heiminum. pirr-levelið er að nálgast hættu stig svo ég er að spá í að fara bara heim núna að leggja mig. eða borða eitthvað.

eða búa til pakkasprengjur.
:)