laugardagur, janúar 03, 2004

fyndið hvað maður leitar alltaf í meiri og sterkari tilfinningar, sama hverjar þær eru. ef það er gaman þá hækkar maður í græjunum og dansar aðeins meira, ef maður er í fýlu út í einhvern þá rifjar maður upp allt sem maður getur hugsanlega grafið upp í geymslukistum fýlupúkans til að minna sig á hvað viðkomandi er nú virkilega mikil padda og hefur alltaf verið. svo ef maður er sorgmæddur og leiður þá sest maður niður og hlustar á eitthvað svo ótrúlega sorglegt að meira að segja líflegu jólaskreytingarnar tárfella. eða svona næstum því... þær eru nottla orðnar soldið sorglegar, svo þaðer kannski ekki furða.
núna er ég tildæmis voðalega leið útaf allskonar asnalegum hlutum og svakalegur sjálfsvorkunarpúki, þá er um að gera að (eða þannig sko) setjast niður og hlusta á fallegustu aríu í heimi. allavega sem mér finnst fallegust í heimi.
hún heitir "Erbarme dich" og er úr Matteusar passíunni eftir Bach. eða Bakk eins og amma kallar hann. en hún kallar nú líka Madonnu Madömmu svo það er kannski ekki mikið að marka hana í framburði erlendra nafna.

Erbarme dich
mein Gott, um meiner Zähren willen.
Schaue hier,
Herz und Auge weint vor dir
bitterlich.