mánudagur, febrúar 23, 2004

ég bjó til svona skilaboðadálk hérna neðst. hann er ekki alfeg einsog ég vil hafa hann og kannski tek ég hann bara. :@ en þarna er hann allavega og þarna verður hann í bili. jájájá.
í gær hélt ég að úrið mitt væri týnt og fékk hnút í magann. en nú er það fundið svo mér líður miklu betur. kúl.
ég var allt í einu að muna hvað mig langar mikið í Justin Timberlake diskinn, Justified. kannski af því að ég var að skoða justin timberlake síðuna. hún er soldið fyndin. já ég veit hann er crap. samt skemmtilegur og ef einhver vogar sér að segja að Cry me a River sé leiðinlegt, þá verð ég mjög fúl! :(
ú ú ú...
hin hryllilega ákvörðun ...
var með sanni mjög hryllileg. eftir að hafa hugsað málið allþokkalega mikið (Vægast sagt) í 2 vikur, næstum 3 og velt fyrir mér öllum hliðum málsins, ástæðum og ákvörðunum, göllum, kostum, tímasókn og ástundun, áhugasviði, tækilegri getu, líkamsburðum, andlegu jafnvægi mínu og annarra, litarhaft, skóstærð og tungutaki, tók ég þá ákvörðum kl. 19:30 í gærkvöldi að hætta í Hljómeyki.
þykir mér þetta mjög miður og bið ég alla sem hugsanlega kunna að verða fúlir, innilegrar afsökunnar. ég hef bara of mikið að gera, á of mörgum sviðum, á of mörgum stöðum og á of miklum tíma. Hildigunnur tók þessu nú bara létt, þrátt fyrir að vera þriggja barna móðir á töffarabíl og létti það myllustein hjarta míns um nokkur kílógrömmin. en þetta var skelfingilega erfitt símtal og eftir það fór ég beint á klóstið (leið tótunnar til að tjá stress er einmitt að pissa) og þá tók ég eftir að ég var komin með rauða flekki á bringuna. segiði svo að þið séuð ekki hjarta mér nær, elsku Hljómeykis-krúttin mín. kysskyss.
bollur í boði ríkisins
eftir 5 mínútur verður boðið upp á bollur hér á þjóðskjalasafni íslands. gaman að því. ég er nú samt bara að spá í að fá mér eina. aðeins að hefna mín á sjálfri mér fyrir allt bjórþambið á föstudag. úff, ég er stórskuldug eftir þessi óskup! á ekki einu sinni 2000 kall til að borga bókaklúbbinn eddu... frjáls framlög einhver?
plís?
kannski ég stingi inná mig nokkrum bollum núna á eftir og selji svo niðri á hlemm. gott svona til að nasla í meðan fólk er á leiðinni heim í strætó. eða ekki. sem minnir mig einmitt á þá skemmtulegu staðreynd ða ég er ekki búin að kaupa afmælisgjöf handa uppáhalds sjö ára stelpunni minni. úff. sem minnir mig á það að ég er ekki heldur búin að kaupa afmælisgjöf handa uppáhalds 17 ára stelpunni minni!
garg.
ef ég er ekki Versta systir Veraldarsögunnar þá heiti ég Jóhanna. :(
Víólusamkenndin í fullu fjöri


ef þetta er ekki kover "to die for" þá veit ég ekki hvað. enda kepyti ég mér þetta og á von á því uppí bréfalúgu 10. mars. veiveiveivei. en þetta var pantað áður en ég fattaði hina mjög svo sparsömu millilendingu í London.

andvarp*

en hvað gerir (borgar) maður ekki fyrir víólu sónötur eftir miss bjútíful Rebecca Clarke? talandi um víólur þá var ég þessum töluðu orðum að senda email á víóluleikara sem ég veit hver er en þekki ekki baun í bala. og ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að skrifa henni, eða hvað ég vildi vita. einsog skilja má, þá var bréfið frekar skrýtið og asnalegt. en ég treysti heilum hug á innritengingu sem stuðlar að samkennd allra víóluleikara og vona að hún svari og verð almennileg vimmig. úff já. svo er ég líka að safna kjark áður en ég blogga um hina hræðilegu ákvörðun sem ég tók í gærkvöldi kl. 19:30.

*andvarp*

ný linkur kominn, yfir á hana Ingrid Örk úr TSDK. algjör snilli. hún þeas, ekki linkurinn í sjálfum sér...


hún Vilborg litla systir mín er 7 ára í dag!
til hamingju með afmælið litla krúttið mitt! kysskysskyss
19-22 er best ;)

svona er staðan hjá Norðurljósum..... ef þið þurfið að hringja þangað

Síminn er ennþá : 515-6000 En eftir það er þetta eftirfarandi:

Ýttu á 1 til að fá samband við Íslenska útvarpsfélagið
Ýttu á 2 til að fá samband við Sjónvarpsdeild
Ýttu á 3 til að fá samband við sýn
Ýttu á 4 til að fá samband við PoppTíví
Ýttu á 5 til að fá samband við Bíórásina
Ýttu á 6 til að fá samband við Fjölvarpið

Ýttu á 7 til að fá samband við Útvarpssvið
Ýttu á 8 til að fá sambandi við Bylgjuna.
Ýttu á 9 til að fá samband við Létt 967
Ýttu á 10 til að fá samband við Fm 957
Ýttu á 11 til að fá samband við Xið
Ýttu á 12 til að fá samband við Skonrokk
Ýttu á 13 til að fá samband við lagaval

Ýttu á 14 til að fá samband við Útgáfudeild Norðurljósa
Ýttu á 15 til að fá samband við Fréttablaðið
Ýttu á 16 til að fá samband við fréttadeild
Ýttu á 17 til að fá samband við auglýsingadeild
Ýttu á 18 til að fá samband við smáauglýsingar

Ýttu á 19 til að fá samband við DV
Ýttu á 20 til að fá samband við Sannar fréttir
Ýttu á 21 til að fá samband við skáldaðar fréttir
ýttu á 22 til að fá samband við Smáauglýsignar

Ýttu á 23 til að fá samband við Verslunarsvið
Ýttu á 24 til að fá samband við tónlistardeild skífunar.
ýttu á 25 til að fá samband við verslun
ýttu á 26 til að fá samband við innlenda útgáfu
ýttu á 27 til að fá samband við erlenda útgáfu
ýttu á 28 til að fá samband við Hljóðver
ýttu á 29 til að fá samband Grjótnámuna
ýttu á 30 til að fá samband við Sýrland

Ýttu á 31 til að fá samband við Kvikmyndadeild skífunar.
ýttu á 32 til að fá samband við bíóhúsin
ýttu á 33 til að fá samband við Smárabíó
ýttu á 34 til að fá samband við Regnbogan
ýttu á 35 til að fá samband við Borgarbíó Akureyri

Ýttu á 36 til að fá samband við tölvuleikjadeild Skífunar
ýttu á 37 til að fá samband við Playstation
ýttu á 38 til að fá samband við EA
ýttu á 39 til að fá upplýsingar

Ýttu á 40 til að fá samband við OfficeOne
ýttu á 41 til að fá samband við skrifstofuvöru
ýttu á 42 til að fá samband við ritföng
ýttu á 43 til að fá samband við annað.

Ýttu á 44 til að fá samband við BT
ýttu á 45 til að fá samband við tölvur
ýttu á 46 til að fá samband við tölvuleiki
ýttu á 47 fyrir heimilistæki
ýttu á 48 til að panta BT músina

"Ef ekkert af þessu er valið þá verður þér gefið samband við Baugur
Group.

Takk fyrir að Hringja.
Britney í stuð
af hverju Fer hún ekki bara úr helv. buxunum?