mánudagur, janúar 04, 2010

sæt er sameiginleg stöðumælasekt


mér fannst bókabúðirnar voðalega almennilegar aðtaka af þessa asnalegu ljótu skilamiða sem voru einu sinni, "skilamiðinn skiptir ekki máli" og álíka. HINSVEGAR er komið á svokallað Skilagjald á hverja þá bók sem ekki er MERKT bókabúðinni. eh?
afhverju eru allir að plokka af manni pening? af hverju er ekki bara hægt að hafa hlutina eðlilega? tuð.
hey vá svo ætlaði ég að skipta bókum og fá í staðinn Halldór Laxness... sem ég fékk, en vissuði að það er ekkert bókaforlag að gefa út dóra ell? heimsljós er t.d. uppseld og konan sagði bara "æ dónt nó", eða því sem næst. benti mér á að finna hana hjá Braga. púff. þetta er agalegt... merkasti rithöfundur Íslands (já mér finnst hann betri en einar már og stefán máni) bara óútgefinn! jemn.
mig langar í kaffi en er svo að segja fullviss um að mér verði flökurt af því... einhver súrmetis fílingur í maganum á mér. spurning hvort verður yfirsterkara, kaffilöngunin eða vitið?
svo finnst mér agalega hvimleitt að það skuli vera svona kalt. ég þurfti að opna út á svalir af því það var svo þungt loft hjá okkur óskari, en þá varð bara skítkalt. reyndar góð afsökun til að fara uppí rúm og undir sæng... aaaaaah!
en maður er að reyna að vera almennilegur, vinna á morgun :( já okok ekki jafn hræðilegt og hjá þeim sem eru í vinnunni í dag, iknow. en þúst samt.
svo þarf ég að hringja.
mikið þarf ég að losa mig við þessa símafælni. fáránlegt. hef reyndar skánað, átti erfitt með að panta pizzur þegar ég var yngri, hoho :D held þetta sé af því ég heyri svo illa í gegnum tæki... skilur einhver tildæmis þegar eitthvað er sagt í hátölurum í búðum? það gæti alfeg eins verið að þylja upp arabíska stafrófið fyrir mér, heyri ekkert nema "skvvveeessshhhþþ sveoojjjs fajjjeeeelssss aaaa".
svo fékk ég stöðumælasekt meðan ég var að borga fyrir að skila þessum bókum. frekar fúl þangað til ég sá að risastóri mikið bónaði ógeðs-jeppinn í stæðinu fyrir framan mig var LÍKA með sekt, hohohoh!
reyndar fór ég líka til augnlæknis (talandi um að massa morgunverkin) í síðustu skoðun eftir augn-leiðréttingar-leiser-aðgerðina sem ég fór í september. jeminn haldiði ekki bara að kellingin sé með MEIRA EN 100% sjón! þannig að núna sé ég í gegnum þykka veggi og einfalt blýlag. nei djók. en ég sé s.s. töluvert betur núna helduren þegar ég var með rétt gler í gleraugum. það er næs :)
svo er af mér rakspíralykt frá því í morgun þegar ég kyssti nýrakaðan eiginmann minn bless... þannig að þetta er nú svossem ekki svo slæmur dagur eftir allt saman :)