föstudagur, október 03, 2008

eins og barnsrass


þörf skítavinna var unnin núna fyrir hádegi. tók mig til og setti háreyðingarkrem á skankana. frá tám og uppúr. svo að segja.
enda baðið stíflað eftir því.
leiðbeiningarnar sem fylgja taka það fram að efnið má alls ekki vera lengur á en 6 mínútur. veit þetta fólk hvað það tekur langan tíma að setja sovna krem á álíka kjötflykki og ég nota til að ferðast milli staða? það tekur svo sannarlega lengur en 6 mínútur...
en illu er best aflokið og er ég eiginlega hálf fúl að það skuli vera snjór, annars gæti ég farið út í sandölum og stuttum kjól, svona til að sýna afraksturinn.
AFRAKSTURINN!
fyndin ég.
annars er allt með kyrrum kjörum, settum íbúðina á sölu, en hverhefðitrúaðþví lítil viðbrögð :) en við erum sem betur fer ekki í neinni klemmu svo þetta er bara cool as ice. Óskar er by the way í fýlu af því ég nenni ekki að labba með honum niður. hann heldur því fram að hann vilji fara út. ég aftur á móti, annað en hann, hef minni til síðasta veturs og veit vel að honum finnst ekkert gaman í snjó, það er bæði kalt og blautt og algjörlega óhentugt til svefns.