fimmtudagur, júní 26, 2008

ég er ....

löt og svolítið leiðinleg. nenni nefnilega ekki að æfa mig. ég var nefnilega að lesa mér til um það að dótið mitt er kmoið til landsins húrra húrra, en ég þarf að fara og skrifa undir einhvað bleble og fara svo í tollinn ble ble og svo aftur á sama staðinn og borga og ble.
þetta finnst mér vera mikið vesen og ákvað ég þess vegna að blogga bara svolítið (jónsæti svarar eki símanum sínum og við einhvern verð ég að kvarta) og drekka mikið af kaffi. kaffi er gott.
ég er líka mjög spennt að fá dótið mitt.... ég á flott dót. reyndar held ég það verði að taka vel til í borðstofunni (sem ég er búin að leggja undir mig) til að koma þessu fyrir, ég er með þónokkrar hillumetra af bókum og nótum og dóti sem mér sýnist ekkert vera pláss fyrir neinsstaðar annarsstaðar.
jájá.

miðvikudagur, júní 25, 2008

jebb

eins og hún þórunn mín benti á þá þýðir nú lítið að hætta að blogga bara vegna þess að maður er kominn heim. já neinei.
verð nú samt að viðurkenna það er furðulega lítið í fréttum, er bara gjörsamlega að tapa mér yfir því að vera komin heim, tók mig meira aðsegja til og skúraði svalirnar hér rétt í þessu. nokkuð gott :)
svo er ég bara að æfa mig á fullu og fara í ræktina... áttaði mig á því að ég kom með 2 kjóla og tónleika dress heim, en allt hitt draslið er í skipinu (sem ætti eiginlega að vera komið) svo ég á ekkert til að vera í af því ég passa ekki lengur í fötin sem eru hérna heima. svona er að éta stanslaust.
en svo keypti ég mér líka hjól svo það sér fyrir endann á fitubollunni.
svo er ég að spila með ungfóníu... það er spes. smá flassbakk til fortíðar og ég gæti svo aðsegja verið móðir þessa unga fólks. en er það ekki bara skemmtilegt? jújú það finnst mér. víólu deildin er að venju svaðalega þétt og kemur sterk inn (nema þegar er piano, haha), tónleikar þarnæstu helgi (næstu helgi ef þið eruð með enska málvitund) á þjóðlaga hátíðinni á siglufirði. svo á mánudeginum í bænum. huggulegt mjög, erumað spila með benna hemmhemm, þaðer víst svakagrúbba. ég afsaka mig með þvi að hafa verið erlendis svo lengi (outlanding for long time) að ég veit ekkert um þá/þau/hana/hann. en þetta er í vinnslu.
hey svo fékk ég einkunnir frá birm, náði öllu! líka snýtubréfsritgerðinni sem var svo slæm að ég roðnaði þegar ég skilaði henni inn. :) þannig að það er aldrei að vita nema maður hendi í útskriftarveislu við tækifæri. ykkur er öllum boðið, nánari díteils leitör.
aligeitör.
læt þetta duga í bili, myndi skella inn mynd af Taninu mínu (af því ég fór í sund og svona um daginn) en myndavélin er ennþá ofan í tösku og talvan mín hvort sem er í skipi (kann ekkert á tryllitækið hans jónssæta) þannig að það bíður betri tíma.
adju

fimmtudagur, júní 19, 2008

kooooo.... miiiiiin

heim, komin heim, komin heim,
komin heim, komin heee-e-e-ee- eim!
komin heim, komin heim, komin heim, komin heim
komin heimheimheim.

þetta er sko texti við lag sem ég var að búa til. það er sko rosalega flott. jájá.
það rosalega gott að vera komin heim, ég verð nú samt að viðurkenna það er svolítið skrítið líka. en þetta er allt að koma, td er svefniherbergið núna orðið nokkuð búlegt og hálft eldhúsið. svo þarf ég bara að rumpa öllu rafmagns, bor og málningar dóti útúr stofunni og þá get ég farið að æfa mig eins og manneskja. er orðin eins og gömul kelling, get ekki einbeitt mér ef það er of mikið rusl.
je.
annars er bara same old númerið ef þið viljið ná í mig :) 868 4317

sunnudagur, júní 15, 2008

ó mæ god

við erum að tala um það að ÞETTA HÉR er síðasta bloggfærslan mín frá Birmingham.
nokkru sinni.
eftir nokkrar mínútur verður þessari elskulegu tölvu stungið ofan í (stóran) kassa, ásamt skjá og snúrum. gaurarnir koma í morgun að ná í dótið, það fer til Immingham þar sem eimskips-skipið hlunkar ferlegheitunum til Íslands.

á þriðjudaginn kemur svo hlussan sjálf. :)
sjáumst þá!!!!

föstudagur, júní 13, 2008

skrítin

ég veit ekki hvaða ógurlega stemming var hjá mér að vakna hálfsex í morgun og geta ekki sofnað aftur. góndi bara uppí loft og fór til skiptis fram að ná í vatn að drekka og fram að pissa. svo lyppaðist ég á fætur um áttaleytið og fór í sturtu.
held þetta sé kannski að kikka inn.... þetta er SÍÐASTI föstudagurinn minn í birm, er að fara hitta fólk í dag sem ég á ekki eftir að sjá aftur for LOOOOONG TIME og fleira í þeim dúr. svo er ég með asnalega áhyggjur eins og hvort það verði erfitt fyrir mig að koma öllum kössunum niður og út í sendiferðabíl (fékk sko email um það að bílstjórinn mætti sko ekki hjálpa mér, hann þyrfti að vera INNÍ bílnum) og hvort ég nái að fara til London á mánudaginn í tíma til Rivku. og ef ég næ því, hvort ég geti redda mér gistingu í london eina nótt.
það tekur því varla. æj ble.
weirdo weird.
annars stefnir allt í VEEEEEEL mannað og sveitt good-bye partý í kvöld, bein útsending á web caminu, haha!
jæja... af stað með hlassið, þarf að loka barcleys bankareikninginum mínum í dag! :D:D yay!

miðvikudagur, júní 11, 2008

annar síðasti miðinn

ekki samt næst síðasti. þetta er flókið.
allavega.... ég fór í tíma hjá Mrs. Golani í dag og þá tilkynnti hún okkur það hún myndi bara koma á fimmtudaginn í næstu viku. ég sem var náðagsamlegast búin að kaupa miða á fimmtudaginn til að geta komist í tíma á miðvikudeginum. garg.
en skrú ðett, ég breytti bara miðanum mínum svo núna kem ég heim á 17. júní!
húrra húrra!
beint í skrúðgöngu!

sunnudagur, júní 08, 2008

jebs

búin að vera fúl útí blogg hringinn minn að hafa ekkert bloggað frá því í morgun og þangað til núna (ok mér leiðist smá) en sá auðvitað flísina í rasskinninni en ekki drumbinn í þiðvitið... svo það er víst best að vera gott fordæmi og blogga.
allt annars bara vi það sama, er byrjuð að pakka (!) og það er merkilega skemmtilegt. aðallega vegna þessað kassarnir sem ég keypti dýrum dómum er svo svo fáránlega stórir að ég á eftir að geta tekið ALLT með mér heim. HMOOOOOH OHOHOHOHO!
jónsæti verður ekki jafn kátur og ég með það. eh... :)
oh jæja. svo var ég að heyra skemmtilegustu fréttir þessa árs og svo horfði ég á "Horton Hears a Who sem" sem er hér með orðin ein af uppáhaldsmyndunum mínum. skrítið hvernig kvikmynda smekkur minn virðist þróast þétt og hnitmiðað með árunum. núna er ég eiginlega alfeg komin á þá skoðun að BARA teiknimyndir eru fyndnar og skemmtilegar. mér finnst spennumyndir leiðinlegar (hvað er málið með allar þessar sprengingar alltaf hreint?!), ástarmyndir ógeðslegar (sætar mjóar stelpur geta komist upp með allt, sama hversu viðbjóðslega þær koma fram), dramatískar myndir eru of sorglegar, heimsspekilegt-ívaf myndir eru of flóknar og fræðslumyndir eru bara svo SLÓ! já, allavega þá er Horton hears a who óóóhógeðslega góð. og það er í henni smá heimspeki líka... ekki samt of mikil.
uppáhaldspersónan mín BY FAR var Katie. jeminn eini ég flissa bara af því að hugsa um hana.
hhaaaaaaaaahhhh


Katie á youtube

þriðjudagur, júní 03, 2008

það kom að því....
síðasti síðasti síðasti miðinn hefur verið keyptur :) ég er sko alfeg með á hreinu hvort ég á að gráta eða hlægja. og það byrjar ekki á g.

London Stansted STN - Reykjavik KEF Fim 19/06/2008 FHE154 12:40 14:40