föstudagur, ágúst 08, 2003



jæja, fer að síga til heimferðar. eh... eða hvernig þetta er nú orðað almennilega. Jón var að fara, bauðst til að gefa mér flíspeysuna sína.
drottinn minn, þar var ég nærri dottinn... hvað er eiginlega að gerast?
pæli í því seinna, er að fara í kringluna með mömmu gellu að reyna að kaupa ekkvað fallegt á minn fríða kropp. ekki það að ég eigi ekki fullan fataskáp af fötum, annað en krúsídúllan hún gudda budda sem er alltaf í sömu 4 lörfunum og á aldrei neitt til að fara í (diss) ;)
en ég held nefnilega að það sé kannski von á djammi. ef ekki í kvöld þá annað kvöld.
en allavega ef þið sjáið mig fyrir framan GK að slá í rassinn á mér (eins og á þessari mynd) endilega komiði og segið hæ, ég Hef svo gaman að fólki.
kyss og knús krúttin mín
ekki vera stillt... :)
Vignir minn er að koma heim í dag!
yeah!!
:D :D :D :D


ráðstefna Dauðans búin að vera hér að gera alla geðsjúka. eða svona þannig. var þar í allan gærdag að gera gagnslausa hluti, sem samt þurfti að gera. mjög smart.
reyndar er einn á ráðstefnunni mjög mjög mjög líkur Ben Affleck og svo er Hrafn að hössla eina sænska, þannig að það er ekki eins og maður geti ekki slúðrað smá. svo er svona hátíðarmatur í kvöld, ógeðslega fínt og snobbað. jón ætlar meira að segja í brún jakkaföt og ætlar af því tilefni að kaupa sér brúna skó núna á eftir. hann er klikkaður.
gaman samt að því :) svo er spurning hvort herra Affleck verði einmana er líða tekur á kvöldið. oh litla skinnið....
ég tók prófið "ertu daðrari?" á femin.is áðan (það sökkar feitt) og í ljós kom að mér "finnst allt í lagi að daðra stundum".
dö-öh!
skemmtilegast fannst mér þó þessi spurning hér...

"Til að ná athygli þess sem að mér finnst aðlaðandi nota ég allan líkamann ( t.d. strýk yfir fötin mín, strýk yfir glasabarminn, leik við hárið á mér)"
hvar er glasabarmurinn á konum?