föstudagur, febrúar 06, 2004

Jæja jæja!
nú er komið að því!
föstudags-febrúar hreingerningin á blogginu mínu. ef þið eruð með einhverjar séróskir, vinsamlegast hafið samband. ekki búast samt við því að ég taki mark á þeim ;)


haldiði að hún sé sæt þessi stelpa?
hohohoh!

já svei mér ef að myndasíðan er ekki öll að koma til. þetta á maður til, svona þegar maður er til. og er svona ofsalega kalt. til.
ó ó ég á svo bágt. loksins er ég komin með litlu njósnamyndavélina mína og búin að skella henni í samband og allt það, svo finn ég svona líka drullu sniðuga síðu sem birtir myndir fyrir mann. en þær verða að vera MINNI en 700 K! hvernig í óskupunum á þetta að heppnast hjá mér?
ég get breytt þeim yfir í jpg í paint og þá minnka þær nú töluvert, en ég næ þeim aldrei niður fyrir 10 KG nema þær líti út einsog mánaðargamall pastaréttur!
hvar eru tölvu snillingar vinir manns þegar svona agaleg mál koma upp?
svo er mér aftur orðið kalt og ég er ekki búin að borða NEITT! ég ætla að bæta sjálfri mér þessa hrikalegu vanlíðan (sem er þó ytra, fremur en innra) með því að kaupa ekkvað ógeðslega fitandi að borða og kók með! kannski líka súkkulaði.
minnst kíló.
en kíkið nú á síðuna samt sme áður, það á að vera mynd af síma á henni. held samt að hann sé dottinn út.... ó mig AUMA!

http://totaviola.textamerica.com/
farangursgjöld ofþungrahljóðfæra hljóðfæraleikara
já baráttan um gjöld á farangri hefur staðið lengi í hjörtum og hugum tónlistarmanna. einna versta hafa útúr þessu farið, sellóleikarar, kontrabassaleikarar, túbuleikarar, svo maður minnist nú ekki á þá guðsvoluðu aumingjans menn/konur sem plokka á hörpur. ég gleymi seint þeirri ferð til þýskalands þegar vinkonur mínar þær Sif og Fríða drusluðust (og ég er ekki að ýkja hérna) með svo stóra og þunga sellókassa að þeim var boðið að taka þátt í "miss heavy weight lifting contest". eða svona næstum því. sértaklega er mér minnistæð huggulega þýska lestarfreyjan (eins og flugfreyja, nema í lest) sem kom til mín, af því að hún hélt að ég talaði þýsku (sem er misskilningur og hún skipti svoaðsegja yfir í ensku) og sagði mér að selló kassarnir voru of stórir.
og við vorum hálfa leið frá Dusseldorf til Hamborgar. ég sagði nottla bara "yes they are" og hélt áfram að drekka bjórinn minn.
en ég var að slá inn einn aumingjans organista, sem hefur átt í þessum hvimleiða vanda að ferðast með ofstórt, ofþungt, ofasnalegtílaginu hljóðfæri og fengið (að því virðist) að borga það dýru gjaldi.

Isl. Journ. 11, nr. 688.
Pétur Guðjohnsen organisti sækir um lækkun á greðslu fyrir flutning á farþegafarangri með gufuskipinu til Íslands. Hinn 26. febrúar 1866. Með fylgir uppkast.

vona samt að uppkastið sé ekki ÚR pétri sjálfum...
mér líður aðeins betur núna, er ekki þreytt og soldið heitt. en ég er samt svöng.
mér er kalt og ég er svöng, mér líður illa og ég er þreytt.
mu.