þriðjudagur, maí 10, 2005

áðan bað ég jónsæta um að ná í toblerone (fríhafnarnammi) inn í eldhús. svo kom hann ekkert til baka og ekkert heyrðist nema þungur andardráttur og eitthvað bull um hver sé pabbi minn.
svo ég ákvað að kíkja innum dyrnar en hafði samt varann á.
þetta var það sem blasti við...

boðskapur sögunnar: hættu að borða nammi tóta fitubolla!

rúv?

ég er að reyna að horfa ekki á sjónvarpið, það eru nefnilega eldhúsdagsumræður. svo kom hlé? og viti menn kemur ekki bara hlé og sveimérþá bara ÞRJÚ nælon lög í röð. þetta kallar maður nú að næl(on)a sér í áhorf á annars áhorfalitlu kvöldi.
jammjammjamm
í london gerði ég svo margt að ég nenni eiginlega ekki að segja frá því. vil nú samt þakka mínum ABV fyrir gistingu og grill. svona G&G. mikið skemmtilegra heldur en þetta B&B sem þeir eru alltaf að þusu um þarna í drullunni.
annars get ég því miður ekki sagt að London sé orðin mér kærari þó þetta hafi að öllu leyti verið yndisleg ferð (þrátt fyrir smá dramaköst), það er bara eitthvað þarna sem ég fýla allsallsalls ekki.
kannski er það allt þetta úrval á geisldiskum, nótum og bókum....

bleah.

svo keypti ég mér 6 pör af röndóttum sokkum og skó.

that will be pound twenty sir

ég var í london alla síðustu viku og skemmti mér KONUNGLEGA. eiginlega það konunglega að vísakortið mitt á eftir að fagna langt fram á sumar. heh...
en núna á ég líka ALVÖRU tweed jakka og sjálfsævisögu Boy George. hún heitir "take it like a man"
:)