fimmtudagur, júlí 27, 2006

ég er ekki í jafn mikilli fýlu og áðan.
en ég er líka búin að fá mér langloku með pepperóni og osti og einhverri dularfullri sósu. ég keypti líka súkkulaði en ég er ekki búin að borða það... ho ho ho!
svo var ég líka að bemerkja að það er ekki lengur rigning. ætli kannski að Rigning = Skúli?
jah nú er mér spurn.

hrumpf

sveimér þá andskotinn ef að Skúli Fúli er ekki aðeins farinn að láta á sér kræla hér á miðjum fimmtudegi. óþolandi karakter.
lætur mann pæla í asnalegum hlutum og leiðinlegum, minnir mann á allt það sem maður þyrfti nauðsynlega að vera að gera (ener ekki að gera, er ekki einu sinni að hugsa um að fara að gera) og kórónar svo allt með því að benda manni á blogg hjá fólki sem gjörsamlega virðist ekki stoppa í því aðvera duglegt og komast langt áfram í lífinu án þess að vera geðveikt gamalt.
en þar sem ég fór upp á Snæfell þá ætla ég að reyna að bola burt þessum Ekkivini mínum og kannski gera lista yfir það sem ég þyrfti nauðsynlega að gera til að vera ekki í svona fýlu.
Byrja á því að fara útí 11-11 og fá mér hádegismat.

koma svo!

rigning

á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég stelpu frá vinnuskólum reykjavíkur (eða eitthvað svoleiðis) þrífa umferðarmerki.
með vatni.

ég fór uppá Snæfell :)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

úbbs!

er að reyna að byrja heilbrigðan lífstíl í dönskum anda og fékk mér því brauð með osti, sódavatn, epli og gulrætur í hádegismat.
og kaffi.
En núna er mér svo ógeðslega óglatt að mig grunar þetta muni enda illa og hef í því tilefni opnað fram á gang og tekið alla hluti úr gangveginum svo bein braut liggi inná klósett.
ætli líkaminn minn sé að afneita hollustu? þannig að ef ég ét eitthvað sem ekki inniheldur vist hlutfall af sykri eða fitu þá heldur maginn að þetta sé eitur?
eða voru gulræturnar eitraðar? þær eru innfluttar sko...
jahérna nú er bleik brugðið. (aldrei skilið þennan málshátt)

mánudagur, júlí 17, 2006

fuglarnir slá sig ekki inn sjálfir

í gagnagrunn Náttúrufræðistofnun Íslands, svo ég, miss tót, er komin á staðinn til að bjarga málunum. eða svo gott sem.
er hérna í góðum rólegheitum alein í húsinu að fletta upp latneskum ættbálkaheitum hinna ýmsra fuglategunda. stórkostleg skemmtun, mæli með þessu við alla.
En við þessa iðju mína rakst ég á þessa önd hérna sem myndin er af. kvak-kvak. hún heitir því virðulega nafni "Bucephala clangula" á latnesku en "Hvinönd" á íslensku. aftur á móti er hún kölluð því ofursvala nafni "Goldeneye" á ensku.
afhverju var þetta ekki notað þegar James Bond myndin var sýnd?

"...nýja James Bond myndin, "Hvinöndin" slær öll met í sprengingum og æsilegum eltingaleikjum..."

nei bara pæling sko

mánudagur, júlí 10, 2006

komin heim

á hjarðarhagann og það er æði :) talvan mín gamla virðist hins vegar vera aftur komin í sitt fyrra horf og slekkur á sér svona þegar henni sjálfri hentar. mjög óhentugt fyrir mig aftur á móti og frekar svekkjandi eftir 2 vikna viðgerðarferli úti í birmingham og svo 6 þús króna viðgerð hjá Svar.is
afhverju geta tölvur bara ekki verið í LAGI? :@
grrr!
en endilega hringiði í mig og pantið tíma, er með gamla góða númerið ;)

miðvikudagur, júlí 05, 2006

sccccccchiphol

jájájájájá
við jón sæti sitjum hér í góðu yfirlæti á netkaffi í amsterdam flugvellinum og erum að gæða okkur á gúrme ungversku snakki. með paprikubragði.
nema hvað
vorum svo grand á því að kaupa bara 24 tíma af netaðgangi svo nú verður aldeilis hangið á netinu í þessa fjóra tíma sem við heiðrum hollendinga með dvöl okkar. annað á dagskrá mun vera að fara á klósett og bíða eftir flugi.
brrrjálað stuð svo ekki sé meira sagt. svo er það Birmingham í kvöld og nótt (í NÝJA húsinu mínu notabene) og Loooondon á morgun. ætlum að gista á hóteli þar sem frægur íslengdingur dvelur venjulega á ferðum sínum og fengum við þessa ábendingu frá manni sem vinnur í kópavogi.
ekki mjög heillavænlegt, en þetta er ódýrt svo við látum slag standa. nema náttúrulega þetta sé eins og ógeðslega mellu hótelið sem við lentum á síðast.
tryllt stemming og whitney houston syngur í bakgrunninum.
síðar....