laugardagur, júlí 31, 2004

lát mig sætlega sofna
er niðrí tónlistarskóla á bókasafninu að hlutsa á "Erbarme Dich" svo dyggir lesendur geta kannski ímyndað sér hugarástandið á kellingunni.
langar mest af öllu að taka bara víóluna mína, fjallrevenpokann minn fullan af nærbuxum og fljúga burt frá þessu vonda ljóta landi. setjast að á fjallstindi og læra að syngja. halda svo tónleika einu sinni í mánuði. fyrir guð. fólk á ekki skilið að heyra tónlist, það er vont, ósanngjarnt og fordómafullt.

annað minna dramatískt sem hægt er að gera er að drulla sér upp í skálholt og hlusta á Undramund syngja fallega. ég er nú reyndar búin að lofa sykurpúðanum sólar-ljóshærða að kíkja frekar á morgun. en þar sem ég ófær um að taka eina einustu ákvörðun, hvað þá framkvæma þær, eða bara haga mér eins og venjuleg manneskja í smá stund, efast ég um að ferlið sem fylgir því að koma sér 100 km leið eigi mikilli brautgengni að fagna.

hvað ætli það taki langan tíma að verða manneskja? líffræðilega er það nottla 9 mánuðir, 14-18 ár að verða hæfur til umframeldis, 20-40 ár að ná frama í því sem hugurinn/hjartað/aðstæðurnar segja manni að gera, 60 ár að skila af sér því sem maður vill að heimurinn muni eftir manni fyrir... er maður þá orðin að manneskju? eða er maður alltaf manneskja og eyðir bara tímanum í það að þóknast sjálfum sér án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra? hvernig getur maður orðið betri manneskja á hverjum degi? hvenær er maður orðin góð-betri-best manneskja? hvort er mikilvægara ða vera góð manneskja frá sínu eigin sjónarmiði eða sjónarmiði annara?

ég skammast mín ekki fyrir að trúa og það er á stundum sem þessum sem fátt kveikir ljós í myrkrinu, en það er samt alltaf einn logi sem tórir... sem betur fer :)

"...Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá."

Þorsteinn Valdimarsson

föstudagur, júlí 30, 2004

verslunarmannahelgi að upprenna
nú fer að koma helgi, helgi, helgi,
fylla allir sína belgi, belgi, belgi
og elta elgi, elgi, elgi.

þetta fína ljóð væri mjög fínt í noregi, því það er svo mikið af elgum þar. en hins vegar eru norðmenn ekki með svona verslunarmannahelgi, þannig að þetta er eiginlega dauðadæmt frá byrjun. oh.
en mér tókst með miklum undanbrögðum að sofa yfir mig í morgun og fékk þess vegna stuttan matartíma. í þessum fyrrnefnda tíma er við mat er kenndur fór ég hins vegar í mikla ránsför (óviljandi) og át grænkál frá einhverjum samstarfsmanna minna.
ég elska grænkál.
en nú er ég að fara heim í fjörðinn og er svona hugsa um það hvort ég eigi að leiðrétta þennan stuld eða bara vera kúl á því. hmmm. það myndi hjálpa til ef ég vissi hver átti umrætt grænkál, vegna þess að mér er mishlýtt til samstarfsmanna minna eins og gefur að skilja. einum samstarfsmanna er mér t.d. mjööööööög hlýtt til... en það er önnur saga. nú held ég hins vegar að ég ætti að fara að drífa mig heim og víólast í smá stund.
hóhóhó!

góða helgi börnin mín :*
símafælni hvað?
þeir sem halda því fram, að ég, hin fróma fröken harðdal sé með eitthvað "THING" fyrir að hringja útúm kvippinn og kvappinn, skulu nú hið sama kæla handa mér bjór því ég er nýbúin að panta mér ný PIN númer. B Æ Ð I hjá europay og íslandsbanka. það eru fokkin TVÖ símtöl, takk kærlega fyrir.
húhh

:p

miðvikudagur, júlí 28, 2004

þetta hérna: Kindertotenlieder, cycle of songs (5) for voice & piano (or orchestra) Nr. 5 In diesem Wetter,
er svo hrottalega mikil snild að ég næ varla upp í nefið á mér. enda mjög erfitt að bora í nefið og vélrita sama á báðum tíma.
svo er það ábyggilega ekki gott fyrir framtíð mína sem skjalaskráriti að gögnin séu öll í hori. tjah.... maður veit nú samt aldrei.
í gær fór ég með elsku uppáhalds systur minni í bíó, hún var það þokklaega yndislega að bjóða mér og nokkrum "Vinum" sínum í bíó, vegna þess að pabbi fékk enhverja milljón frímiða. við sæta fórum á myndina "I, Robot", seinna mun ég tala um hina.
og myndin er góð... mjöööög góð. það góð að maður fær að sjá í beran rassinn á Will Smith, hann brosir hvorki né hlær í myndinni, dansar ekki og syngur/rappar Engin lög. sem er mjög gott.
þetta er svona framtíðarmynd og af því að ég er nú svo athugul að eðlisfari þá tók ég eftir því að flestir (allavega Will og Gellan sem hann fékk ekki að pota í, en sem var hangandi í honum alla myndina) eru í leðri. leðurfrökkum, leðurbuxum, leðurvestum eða með leðurhúfur, sem ég persónulega held að sé ekki gott að sofa með. en er þetta ekki soldið mikið Skurup(útúr kú)? þar sem framtíðarmyndir gerast nú í framtíðinni (duuuh) þar sem allt er orðið tæknivæddAST og vélmenni og tölvur og svona... er þá ekki hægt að gera ráð fyrir því að minna sé um nautgripi og önnur dýr sem búa til leður með því að vera til? er ekki hugsanlegra að ný efni séu komin á boðstólinn sem auðveldara er að framleiða heldur en að stríðala einhverjar beljur?
svo er nú leður soldið last síson... ekki satt?
allavega setti ég upp "svipinn" þegar Jónsæti mátaði leðurjakka á strikinu hér fyrr í mánuðinum. en það var nú líka útaf því að hann leit út eins og sófasett í honum. ekki gott snið.
nú ætla ég svo að blogga illa um vini systur minnar vegna þess að þau eru vanþakklát skrípi sem ég myndi ALDREI aftur bjóða í bíó (frekar bara bjóða góðuskemmtilegu Skyldu fólki með mér milljón sinnum í bíó. hehe) en málið er að þau Nenntu bara als ekki á I, Robot, sögðu samt ekki afhverju (voru ekki búin að sjá hana)og tóku ekki tillit til þess að mínsæta var búin að sjá helvítis Spiderman 2, sem þau hin þurftu endilega að fara á. mér finnst bara að ef einhver er að bjóða manni í bíó, eigi maður að fara með þeim á þá mynd sem manni er boðið á... ekki bara einhverja aðra mynd og sitja bara með einhverjum Herjólfi eða Jóhönnu í næsta sal. ég er kannski bara svona fokkin hneykslunargjörn, en sóbíett, svona fólk sko.... uss-uss-uss segi ég núbara eins og amma.
jæja nú drepur dagga mig.
adíós pípol

mánudagur, júlí 26, 2004

helgi afgreiddur

ég verð að skella helgarsögunni inn, aðallega vegna þess að ég hitti svo geðveikt mikið af fólki um helgina sem ég bara gjörsamlega verð að tala vel um. af því bara.
eníveis
eftir að hafa fengið ákaflega góðan fisk hjá henni móður minni á föstudagskvöldið fórum við Afi gamli heim að sofa, enda mikil brjálsemi yfirvofandi á laugardeginum. horfðum reyndar á einn Bondara og svo ógeðslega fyndinn southpark þátt þar sem Cartmann verður heimsfrægur fyrir að leika Jennifer Lopez með hendinni á sér. hohoho! en allavega... þá æfði ég mig helling fyrir hádegi og fór svo í Skírn hjá fyrsta fiðluleikaraBarninu sem ég þekki. sonur hennar Elfu Bjarkar var skírður Aron Ben við mjög Athyglisverða athöfn, sem hafði hvorki upphaf né endi og allt fólkið í kirkjunni leit alfeg eins út og mamma hennar Elfu. hún á s.s. milljón systur. mamma hennar Elfu, þeas. en ég, Eydís sæta og Hörður sniðugi mættum þarna og vorum kát og hress. ég bjóst nú reyndar satt að segja við að sjá herra Bjór og frú Útilegu, en þau voru höfðu greinilega ekki alfeg jafn mikinn frítíma. fröken kokteilbarinnogkasparí var með góða afsökun, þar sem hún var í útlöndum. djöfull vorum við hress. allavega ófeimin við kökurnar og átum eins og hross, enda mikið af hestafólki viðstatt veisluna. statt? stadd? allavega verð ég vel södd.
eníveis
í hesta/kökuveislunni hitti ég líka magneu sem var einu sinni með mér í kór og svo hana hafdísi sem var einu sinni (loooooong time ago) með mér í bekk og svo sætu, brjáluðu frændsystkini mín þau Breka og Kötlu sem voru alfeg einstaklega góð við Hundinn á heimilinu (er einsog stendur í áfallahjálp...) svo fór ég í sund og reyndi að synda af mér syndirnar (ohoho) en fékk bara brjóstsviða. mér var nær.
en sundið hressir og eftir það var ég það óviðjafnanlega hress að ég snýkti mér far með honum Ara Baldursfrænda inn í reykjavíkina og talaði við Rósumömmu í hálftíma áður en "the shopping queens" Arnar og Haffi ruddust inn, vopnaðir pokum (meðal annars svefnpokum, haha) úr þónokkrum herrafataverslunum bæjarins.
svo drukkum við bjór endalaust mikið þangað til ég krassaði partýið hennar Iðunnar eins og ég var búin að lofa, við örkuðum á ara í ögri og svo fór ég heim. hitti reyndar hana Guju á leiðinni og Magdalenu megabeib (ásamt kærasta -úhú húhú!) og þarf ég mikið að tala við fyrrnefndu. held samt hún sé farin til útlanda. sem minnir mig á það að hún Iðunn sæta er víst nú í þessum töluðu orðum á leiðinni út að E-sle- eikja sólina á spáni. úff maður hvað ég er abbó. samt er ég nú að fara til dartington, eins og minna má nú sjá hér til hægri.
ég drakk espressó í morgun.
nott a gúd ædé.
well...
ég var hjá augnlækni. sem var orðið afar þarft, svo ég segi nú ekki annað. en éger semsagt komin með mínus fimm á hægra auga og mínus fjórakommafimm á hinu auganu. blóm og kransar afþakkaðir, væn peningabúnt afar velþegin. þvegin jafnvel. ó ó aumingja ég.
en helgin var dýrðlega skemmtileg og frábær... segi ekki meir :) jafnvel að ég geri stutta úttekt síðar, er frekar þreytt sko. *geisp*

föstudagur, júlí 23, 2004

þetta er skemmtilegt....
ef þetta er ekki sniðugasta sumarkeppni sumarsins, þá veit ég ekki hvað. allir að kjósa!

s
Posted by Hello
oh éger svo myndó! sjáiði mig bara. úff. annars er það helst að frétta að ég er á leiðinni í söngtíma, og hef ekkert geta æft mig svo ég er eiginlega í hálfgerðum skít. en ég var í tíma í fyrradag, svo ég veit svossem ekki hvort hún ungfrú söngkennari geri ráð fyrir einhverjum brjáluðum breytingum. sem minnir mig á það að ég ætti kannski að fara upp og ljósrituðu blöðin saman. tók einmitt eftir því að mig vantar síðustu blaðsíðuna í eitt verkið. heheh. þá er bara að setja upp impróvisjón hattinn sinn og gera sitt besta í hann.
jájá.
fjölkvænishópurinn sameinaður
ég hitti 50% fjölkvænishópsins míns í gær eftir mikla, stranga og erfiða fjarveru okkar við hvort annað. háværustu 25% voru hins vegar að vinna að heimsfrægð sinni sem verður hinsvegar notuðí okkar hinna þágu svo hann fékk undanþágu. við sátum stutta stunda á REYKTU REYKTU REYKTU kaffibrennslunni, sem er bæðevei orðin "hotspot" hjá Og vodafón. hversu mörgum linkum er hægt að troða í eina setningu? allavega. ég veit nú ekki hversu afburðagóð hugmynd þetta var hjá Kaffibrennslunni að leyfa fólki að nota netið frítt, því annað hvert borð var troðfullt af lapptoppurum og eitt gelluliðið (og við erum að tala um fokkin gellur hérna) var með snúrum, hleðslutækjum, hátölurum, muyndavélum og annað sem ég auminginn kann ekki að nefna, búið að leggja undir sig það svæði sem venjulega er notað til að labba á klósettið. mjög smart. En svo var nú brauðið fullsmurt þegar gaurarnir á næsta borði fóru að skoða myndir (on-line) af fórnarlömbum bílslysa. já nei takk nei já
svo við löbbuðum laugaveginn upp og niður eins og tíðkast hjá þessum ágæta hópi og skoðuðum úr. sem er einmitt líka tíðka hjá okkur líka. svo töluðum við um hvað við sjálf værum skemmtileg. sem við erum. yndislegt kvöld. takk elskurnar :*

fimmtudagur, júlí 22, 2004

og ég hélt að litli bróðir minn væri illa haldin af tölvuleikjasýki. úff.
úff ég borðaði svo mikinn lauk í hádeginu að ég er sjálf að kafna undan eigin andfýlu. smart. mjög smart.
allir í messu
Elfa mömmudúlla var að senda mér svona líka fyndið ímeil :) en hún er einmitt að fara að skíra litla strákinn sinn, sem á ábyggilega eftir ða heita Þórarinn vegna þess að það er svo líkt Þórunn, og þá geta þau kallað hann tóta, í Garðakirkju. þangað ætla ég að mæta snemma morguns svo ég geti nú verið fyrst inn, vera með stórann hatt og svona risastóra græna hendi sem hægt er að veifa (ef maður er sterkur). veit ekki alfeg hvort ég taki með mér lúðurinn, en ég held að hrossabresturinn sleppi. maður verður nú að kvetja þetta lið áfram, annars skírir það ekki neitt. jájájá..

A new priest at his first mass was so nervous he could hardly speak.
After mass he asked the monsignor how he had done.

The monsignor replied, "When I am worried about getting nervous on the pulpit, I put a glass of vodka next to the water glass. If I start to get nervous, I take a sip."

So next Sunday he took the monsignor´s advice.
At the beginning of the sermon, he got nervous and took a drink.

He proceeded to talk up a storm.

Upon his return to his office after the mass, he found the following note on the door:
1) Sip the vodka, don´t gulp.
2) There are 10 commandments, not 12.
3) There are 12 disciples, not 10.
4) Jesus was consecrated, not constipated.
5) Jacob wagered his donkey, he did not bet his ass.
6) We do not refer to Jesus Christ as the late J.C.
7) The Father, Son, and Holy Ghost are not referred to as Daddy, Junior and the spook.
8) David slew Goliath, he did not kick the shit out of him.
9) When David was hit by a rock and was knocked off his donkey, don't say he was stoned off his ass.
10) We do not refer to the cross as the "Big T."
11) When Jesus broke the bread at the last supper he said, "take this and eat it for it is my body." He did not say "Eat me..."
12) The Virgin Mary is not called "Mary with the Cherry".
13) The recommended grace before a meal is not: Rub-A-Dub-Dub thanks for the grub, Yeah God.
14) Next Sunday there will be a taffy pulling contest at St.Peter´s not a peter pulling contest at St. Taffy´s.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

ég nenni ekki að vera lengur hérna í vinnunni. það er sól úti og éger að fara í söngtíma kl. 8. vonandi. svo er kvartett æfing á morgun :) það mætti halda að maður væri í sumarfríi.
uh...
eða það.
svo er liðið að spá í að fara á kaffihús eftir vinnu. ég sagðist ekki nenna ef að Jón kæmi ekki. -bælda tóta! gætu sumir e.t.v. sagt núna, en málið er að ef ég, eða þú, eða bara svona venjulega manneskja með venjuleg áhugamál fer á kaffihús ein síns liðs með þessu fólki þá er voðinn vís. fyrst byrja þau að tala um stjórnmál nútímans í smá stund (yfirleitt ekki lengur en 10 mín) og svo er eins og ýtt sé á takka í lyftu og umræðurnar færast aftur og aftur á bak í tímann svo áður en maður hefur lokið úr fyrsta bollanum er mjjög líklegt að umræðurnar séu komnar langt aftur á 18. öld. ef þú ert heppinn. þannig að ef ég hef Jón mér við hlið, get ég þó allavega talað um James Bond eða south Park eða bara... veðrið eða eitthvað.
úff púff
þessu skellti kann Kristján Orri inn á kommentin mín
 
Tónleikar Tónleikar
28.júlí kl.20:00Tranavogi 5 RVKí Allegro tónlistarskólanum
Elfa Rún fiðla og Kristján Orri kontri spila sólóverk fyrir tvær munnhörpur....nei, það er lygi.
En tónleikarnir verða þó samt haldnir og með þeim leika Guðrún Dalía og Daníel Bjarnason.Ókeypis inn, allir velkomnir.
 
ég veit ekki hvað hann heldur að ég sé, einhver auglýsingamaskína! nei djók, allir að mæta! jafnvel ég sjálf, lafði tótfríður harðdal af Hringbraut láti sjá í snoppuna á mér. (guðný hættu að hugsa dónó! ég var að meina snoppu eins og hestar eru með á hausnum)

þriðjudagur, júlí 20, 2004

já já já. það held ég nú.
ég er nú frekar mygluð.  þarf samt eiginlega að hringja í tvo menn og ljósrita.  ég þoli ekki síma.  hvað þá ef ég þarf virkilega að nota þá til að ná sambandi við einhvern.  það er nefnilega þannig að Jón Marínó sveik mig í hádeginu.  eða, öllu heldur, hann var ekki heima þegar ég kom og ætlaði að láta hann fá bogann minn til hárunar.  fúlt.
sem betur fer fékk ég samt far.  hefði orðið tryllt úr fýlu ef ég hefði tekið strætó í fokkin kópavog, úthverfahorklessa alheimsins (djók Begga mín ;) og aftur til baka, án þess að gera það sem... jah... ég ætlaði að gera.  stemmari.  en svo ég sjái nú björtu hliðarnar á þessu öllu saman, af því að ég er í þannig skapi, þá er Jón PottaPlanta dauður.

við afi gamli fórum heim í hádeginu og bjuggum okkur til pastarétt með grænmeti og pulsum. mjög frumlegt, i know. og getiði... drukkum Vatn með! já maður kann sko aldeilis að lyfta sér upp á þriðjudögum, það má með sanni segja. annars er það hverju orði sannara að ég lykta eins og steiktar pulsur með grænmeti og pasta. maður er svo hress. svo er hérna góður Wulfari.

*snökt-snökt*
langaði bara að minna á þetta
hér.... af hverju fer maður alltaf að hugsa um eitthvað leiðinlegt og sorglegt þegar manni líður illa? tala nú ekki um þunglyndisviðbjóðs tónlistina sem maður treður óhikað í eyrun á sér.
almáttugur.

fólk er aldrei eins og maður heldur að það sé.
aldrei

mánudagur, júlí 19, 2004

er ekki í lagi?!

hvað er fokkin málið með FEITU gelluna í rauðu buxunum? hún lítur út eins og svona barnaleikföng með sandi í botninum sem halda alltaf jafnvægi þó það sé kýlt í þau.
spurning um að hætta að troða ofan í sig súkkulaði, ha?
eníveis... held að O.N. félugum mínum eigi eftir að finnast þetta soldið fyndið. allavega fyrsta málsgreinin, hehe. um að gera að skrifa nöfn vitlaust.
Rottu-Hundar
sumir hundar líta út eins og Rottur.  langflestir lykta eins og rottur og yfirleitt haga hundar sér eins og rottur.  í gær var ég þó þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá hund sem var NÁKVÆMLEGA eins og rotta.
sagan er svona....  ég fór í apótekið (blogga um það síðar, heldur en ekki saga að segja frá því) og parkeraði fagra bílnum hans jónsæta við hliðina á megamax-quality bónaða Stóra, Flotta, Dýra jepplingnum(svona "lady" jeppi með ljósbrúnum leðursætum og innbyggðum rósailmgjafa)sem stóð á planinu í fullum gangi.  nema hvað.  maður hefur svona bíla í lausagangi allan sólarhringinn, það er svo yndislegt að heyra í þeim malið.  allavega.. ég stíg út úr bílnum, gjörsamlega grandalaus, og lít við.  Horfir þá tóta litla beint framan í rottu.  rauða, loðna og AFAR ljóta rottu.  ekki að rottur séu yfirleitt fagrar. svo blikkar helvítið augunum og rekur útúr sér tunguna. kjölturakkinn íkarus eða parsifal eða ódónis eða hvað það er nú sem fólk skírir svona örvaxna hunda stóð þarna í rólegheitunum meðan fína daman sem átti bílinn var í apótekinu. án efa að kaupa laxerolíu eða annað hægðarlosandi, svona snobb-pakk er svo uppfullt af skít.  ég ranghvoldi í mér augunum og strunsaði inní apótekið á meðan litla holræsispaddan hélt áfram að reyna að vera krúttleg í bílnum og fór svo allt í einu að hugsa (þ.e.a.s. ÉG fór að hugsa, ekki dýrið) hvers vegna eru fínar, ríkar konur (ok, ég er með fordóma) svona hrifnar af því að eiga gæludýr sem líkjast einna skítugasta dýri jarðarinnar?  dýri sem er veraldlegt sameiningartákn fyrir farsóttir og holræsi?  dýri sem líður sem best í úrgangi og étur... jah.... úrgang?
éger með þrjár tillögur (beat that!), en athugið að þetta á bara við um svakafínar snobbkonur á dýrum bílum sem búa í húsum þar sem öll herbergin eru hvert í sínum í stíl, auðvitað veit ég að venjulegt fólk á líka svona hunda... það bara ekki jafn krassandi.  :p
 
1) það að vera með rottu (eða e-ð sem líkist því) skapar ákveðið mótvægi við dýrtogfínt útlit viðkomandi
 
2) það að vera með rottu (eða e-ð sem líkist því) sem þó lítur sæmilega vel út og er í góðu viðhaldi, nýþvegið og blásið, lætur áhorfendur halda að eigandi dýrsins sé svo hreinlátur og fínn, að jafnvel Rottur (eða e. s. l. þ.) virðast nokkurnvegin hreinar.
 
3) þessi dýr eru "ideal" stærð í góða hanska
 
en nú held ég að það sé kominn tími á kaffibolla.  Bara VARÐ að létta þessu af mér, gat varla fest svefn í nótt útaf þessu.
je.


föstudagur, júlí 16, 2004

ég skil nú ekki hvað er eiginlega AÐ mér að vera ekki fyrir LÖNGU búin að skella linknum yfir á hana Sif mína selló.  þvílíkt hneyksli!  ég biðst innilegrar afsökunar.
afsakið afsakið.
ég þoli ekki að letrið í blogger er orðið svona stórt, það fer gríðarlega mikið í taugarnar á mér.  samt er ég búin að fá mér kalt vatn OG kaffi. 
ekki bæði í einu samt.
svo er táfýla af mér og ég er loðin undir höndunum.  úff hvað er erfitt að vera ég.
núna langar mig soldið í kalt vatn og kaffi.  sem bæði tveggja er hægt að fá uppá kaffistofu þjóðskjalasafnsins.... en ég bara nenni ekki að standa upp.  svona er maður latur.
oh well, can´t be always christmas
tóta, Your ideal job is a As the Local always in the pub whenever you walk in. 
 
heyrðu mig nú!  hér eru óskupin
jæja, þá er netpöntunin mín ógurlega komin af stað.  það þurfti semsagt á einum stað, mjög nauðsynlega að hafa eitt ljótt SKÁSTRIK til að óskupin kæmust af stað.  hvað er málið með það?
og hvað er með Blogger og breytt útlit?  er þetta nú ekki óþarfi?
oh jæja... maður verður víst að sætta sig við breytingar endrum og eins.  í morgun ákvað herra Jón tildæmis að vera mættur í vinnuna kl. 8.
hvað er málið með það?
en hingað er ég mætt og farin að hlusta á möggu mína.  held jafnvel svei mér þá að það sé farið að renna blóð uppí heila.  kannski ég fari að vinna.
njeee...
en rebekku clarke nótur á leiðinni!  :)  nú auglýsi ég hér með eftir selló leikara sem vill spila með mér aaaafar fallegt verk í tvemur þáttum eftir fyrrnefnda.  jafnvel ég splæsi bjór á viðkomandi.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

netið punktur COM var ekki að virka. heimska drasl. enda sendi ég kvörtunarbréf um hæl. ég læt sko ekki neina netvesenista taka óeðlilegri eyðslu í nótur af mér. hrumpf. :@
ég er að kaupa nótur, ég er að kaupa nótur!
netið punktur is er algjörlega að virka hérna. svo svindla ég á fósturjörðinni(tollinum) með því að senda óskupin heim til hennar Línu minnar sætubusku sem býr í Hollandi. svona er maður þokkalega séður. mikið er annars hundlangt síðan ég hef séð umtalaða stúlkukind. þetta fer að kalla á útstáelsi.
segi ég, búin að vera á klakanum í 2 daga... úff

hey hey hey!
hvað er málið með letrið mitt?! gaaaargólína
Draaaama
svona er stundum stemmingin á skjalasafninu. sumir taka skjölin allverulega alvarlega... :)

margaret price er snillingur.
svo er hún líka svo sæt. * andvarp *
kvöld bloggég fór í sund í vesturbæjarlauginni áðan og það var heldur en ekki skemmtilegt og frábært. sérlega skemmtilegast var þó þegar einhver dönsk kelling gerði sér lítið fyrir og þrykkti kvennaklefahurðinni aftan á hælinn á sér og blótaði mikið. hehe. verst fannst mér þó að sólin skyldi ekki skína ofan í heita pottinn. en það er víst ekki hægt að heimta allt. eftir ferskjuna svo fór ég og hitti mína ástkæru yngri systur sem hafði svo sannarlega frá mörgu sniðugu að segja. you go girl! best í heimi er hún. fórum á eðalbarinn Victor þar sem Brjálæðislega miklir kanar sátu á næsta borði. digital-camera city góðan daginn. og gellurnar (líka þessi gamla) voru svo sólbrúnar að þær sjást örugglega ekki í myrkri. fengu sér hamborgara án þess að hika hið minnsta. hlýtur að vera soldið sniðugt að finna þjóðarréttinn sinn í hvaða landi í heiminum, mismunandi útfærða. eins og maður myndi fara til Indlands og fá sér karry-kryddaða sviðahausa og mysu í hálfskornum ananasi með röri og regnhlíf.
en ég held bara að miss tótfríður ætti að fara að sofa, mikill heilsudagur frammundan. ummálsminnkunarátakið, tilraun milljón og sjötíu er semsagt komið á fullt skriðsund. hoho hehe.
gúddí næt beibs

miðvikudagur, júlí 14, 2004


1407
Posted by Hello

þá er ég komin heim í heiðardalinn. eða þannig. djöfull er danmörk æðisleg og ísland ömurlegt.
eða þannig. djók. bæði samt betra en SKURUP. þó að það sé að vísu gott að hafa málsháttin "when in europe, visit skurup" handhægan, enda mikil speki og á oftar en ekki vel við.
gott að vera komin heim.
meir síðar, er farin heim að þvo :D