föstudagur, apríl 30, 2004

þetta hérna er án efa ljótasta heimasíða sem ég hef farið inná á æfi minni. myndi gefa henni sjens ef vefsíðuhönnuðurinn væri lítið barn, eða máski óharðnaður unglingur með bólur, nemandi við Listaháskóla Íslands á nýmiðlabraut.... en þessi síða er bara óafsakanleg framkoma af hálfu fullorðinni manneskju.
afsakið.
þessi dagur er að verða svona Bögg-dagur, geri ekki annað en að tala illa um fólk og fyrnindi. ussu sussu!
Herra Diskó?
í vinnunni síðust daga hef ég verið sett í það brjálæðislega skemmtielga verkefni að finna netföng hjá öllum stofnunum, heilsugæslum eða heimilum í heilbrigðisgeiranum. auk þess að finna út hver sé forstöðumaður á hvaða staða. símafælnin mín hefur án efa batnað til muna, þar sem éger búin að hringja linnulaust í fólk útum kvippinn og kvappinn, svei mér þá ef að sumir hafi bara ekki verið almennilegir og á öllumstöðum hef ég fengið afdráttarlaus og skýr svör. svona næstum alls staðar allavega. en svo kom að því að finna forstöðumann tóbaksvarnarráðs og netfang hans. eftir að hafa skoðaða mjög reyklausar og skemmtilega subbulegar síður komst ég að því að kallinn sjálfur, herra Þorgrímur Þráinsson væri maðurinn sem mig vantaði. en hvergi var gefið upp netfang eða neitt sem ég hefði getað nýtt mér svo ég settist þolinmóð fyrir framan Google.com. og komst að ýmsu um Þorgrím eftir að hafa lesið hrottalegt viðtal við hann á Gras.is (sem gæti verið vefur bústjórnendaskólans, en er það ekki)

*Áttu gælunafn? Þoggi, Toggi, Pombi, Sveitó, Diskó, Stro, Dreinsson, Brainsson, Frímann flugkappi o.fl.
(hvað er málið með "Pompi" og jah.... "Brainsson"?)

*Þú vaknar um miðja nótt og það er að kvikna í húsinu þínu. Hvaða eina hlut tekurðu með þér út? Þegar fjölskyldan væri ,,seif” myndi ég grípa tölvuna því þar eru allar þær brilljand hugmyndir sem eiga eftir að blómstra á hvítu tjaldi, leiksviði, pappír og víða á næstu 15 árum.
(Brilljant? var mig að dreyma ógleðstilfinninguna sem fylgdi því að lesa "bak við bláu augun" "tár bros og takkaskól" og hvað þær nú hétu? drottinn minn)

*Eru feitar konur kynæsandi? Veltur á augnaráðinu, klæðaburði, hreyfingum, framkomu, karisma, fingrafimi og hvort þær kunna köngulóarbragðið!
(karisma?)

og svo komu leiðinlegar fótboltaspurningar (sjá hér)sem ég skildi ekki. hverjum er svossem heldur ekki sama um hverjir verða íslandsmeistarar í fokking FÓTBOLTA!? en allaveganna. svo fann ég emailið hans loksins inn á einhverjum rithöfundavef og jah.... Ó MÆ FOKKING GOD, jah sumir eru alla vega ekki í sjálfsálitskreppu. sjáið hvort þið finnið það....


ég, ungfrú beilari á Dartingtonpunkturkomm er farin í hádegismat. ég ætla að fara í nóatún og kaupa mér eitthvað AFAR kaloríusnautt svo ég geti étið og drukkið óhollustu í allt kvöld með mínum ástkæra litla sæta besta bróður Ásbirni.
kær kveðja, tóta pössunarpía?
>>Tveir giftir sitja á barnum og eru að spjalla saman. "Ég skil
>>ekkert í þessu, í hvert skiptið sem ég fer heim af barnum þá slekk
>>ég á aðalljósunum á bílnum og læt hann renna hljóðlega inn í
>>innkeyrsluna. Ég passa að skella ekki hurðinni og læðist á sokkunum
>>upp stigann, fer úr fötunum áður en ég kem inní svefnherbergi og
>>leggst varlega í rúmið. Samt æpir konan mín á mig að ég eigi ekki
>>að koma svona seint heim því ég veki hana alltaf!" "Iss" segir
>>hinn. "Þú ert að gera þetta alveg vitlaust. Þegar ég fer Heim þá
>>stilli ég á háu ljósin þegar ég kem inn götuna og skransa inn í
>>bílastæðið og flauta. Ég skelli hurðinni og hleyp upp stigann,
>>hossa mér uppí rúm, slæ hana á rassinn og segi HVER ER GRAÐUR?"
>>"Einhvern veginn þá þykist hún alltaf vera sofandi."
égverð nú bara að segja ykkur frá því hvað nýjasta skoðunarkönnunun í Fimmunni er hrottalega sniðug. ef þetta er ekki spurning sem vert er að spyrja þjóðina að, þá veit ég ekki hvað!

Hversu oft ferð þú á náðhúsið á degi hverjum?

og

ert þú einn þeirra sem tekur með þér lesefni á náðhúsið?

já maður þarf allaveganna ekki að Ljúga í þessari könnun um hvort maður hafi séð eða lesið einhverjar rosalegar