sunnudagur, júní 08, 2008

jebs

búin að vera fúl útí blogg hringinn minn að hafa ekkert bloggað frá því í morgun og þangað til núna (ok mér leiðist smá) en sá auðvitað flísina í rasskinninni en ekki drumbinn í þiðvitið... svo það er víst best að vera gott fordæmi og blogga.
allt annars bara vi það sama, er byrjuð að pakka (!) og það er merkilega skemmtilegt. aðallega vegna þessað kassarnir sem ég keypti dýrum dómum er svo svo fáránlega stórir að ég á eftir að geta tekið ALLT með mér heim. HMOOOOOH OHOHOHOHO!
jónsæti verður ekki jafn kátur og ég með það. eh... :)
oh jæja. svo var ég að heyra skemmtilegustu fréttir þessa árs og svo horfði ég á "Horton Hears a Who sem" sem er hér með orðin ein af uppáhaldsmyndunum mínum. skrítið hvernig kvikmynda smekkur minn virðist þróast þétt og hnitmiðað með árunum. núna er ég eiginlega alfeg komin á þá skoðun að BARA teiknimyndir eru fyndnar og skemmtilegar. mér finnst spennumyndir leiðinlegar (hvað er málið með allar þessar sprengingar alltaf hreint?!), ástarmyndir ógeðslegar (sætar mjóar stelpur geta komist upp með allt, sama hversu viðbjóðslega þær koma fram), dramatískar myndir eru of sorglegar, heimsspekilegt-ívaf myndir eru of flóknar og fræðslumyndir eru bara svo SLÓ! já, allavega þá er Horton hears a who óóóhógeðslega góð. og það er í henni smá heimspeki líka... ekki samt of mikil.
uppáhaldspersónan mín BY FAR var Katie. jeminn eini ég flissa bara af því að hugsa um hana.
hhaaaaaaaaahhhh


Katie á youtube