sunnudagur, júní 18, 2006

einhverra hluta vegna finnst mér þetta ótrúlega asnalega orðað

"Markalaust í hálfleik hjá Japan og Króatíu
Japönum og Króötum mistókst að skora í fyrri hálfleik liðanna í F-riðli á HM í Þýskalandi."

og F-riðill hljómar líka mjög dónalega

blogg hérna

fór í messu áðan og það var einhver kelling að glápa á mig og það fór geðveikt í taugarnar á mér. svo voru endalaus atriði þar sem einhver börn sungu lög og það fór líka í taugarnar á mér og svo var ég nú næstum farin þegar einhverjir gaurar stilltu upp marki og létu svo aðra tvo skjóta í mark.
var þetta messa eða hvað?
almáttugur minn er hvergi hægt að fara án þess að heyra eða sjá fótbolta?
mér fannst þessi íþrótt allt í lagi áður en þessi viðbjóðslega HM keppni byrjaði, en núna HAAAAAATA ég fótbolta. út af lífinu.

annars er allt gott að frétta, var að borða subway og súkkulaði svo ekki grennist maður í dag hoho