fimmtudagur, mars 18, 2004

leiðinlegur dagur dauðans
ég er eins og stendur stödd niður í tónlistarskóla og er í enn eitt skiptið dottin oní "erbarme dich" aríuna eftir Bach. hvað var maðurinn eiginlega að spá í að semja svona hrottalegt verk? í hvert skipti sem litli andstyggilegi sjálfsvorkunarpúkinn kemst upp á hægri öxlina þá er feita mezzosópransöngkonan í hvíta lakinu (tókanu?) umsvifalaust komin á þá hægri og byrjuð að gaula "erbarme dich". merkilegt alfeg hreint. ég veit ekki hvar hún geymir strengjasveitina... kannski er hún með walkmann undir öðrum handleggnum. það er nú samt ekki mjög virðulegt.
annars er dagurinn búinn að vera ömurlegur, vaknaði klukkan fimm þegar minn ástkæri ylhýri Jón Viðar varð að "læðast" um íbúðina á svo einstaklega hljóðlegum nótum að ég held að allur vesturbærinn hljóti að hafa vaknað. alfeg merkilegt hvað hægt er að rekast utaní marga frístandandi hluti þegar einhver er sofandi rétt hjá... en þrátt fyrir brambölt dauðans, fór hann síðan út á flugvöll með 4 öðrum skjalavarðamönnum á einhvert skítadraslsnámskeið og flaug frá mér til Kaupmannahafnar. :( og það sem gerði og gerir þessa ferð hræðilega er að við lentum í fáránlegu rifrildi kvöldið áður sem endaði auðvitað með því að ég grenjaði úr mér lungu og lifur. þar af leiðandi var ég eins og illa afturgenginn útburður í undirspilstímanum hjá SM um hádegisbilið. herra hamar fannst ég vera það illilega á mig komin að hann ákvað að hætta þegar tíminn var hálfnaður og spurði mig hvort ég hefði verið á fylleríi. hann er svo mikið krútt.
ég fór heim og fékk mér jólaköku og mjólk, hellti nottla fyrst niður heilu mjólkurglasi áður (yfir allan póstinn og blöðin) og lagðist upp í rúm. svo svaf tóta litla bara í rólegheitunum þangað til mæðgurnar lovísa og bryngerður ruddust inní íbúðina með þvílíkum tilburðum að táatiplið hans Jóns varð í að hjómi einu í samanburði. svo tók við heljarinnar fiskimatarboð og ég hitti "long lost" frænkur og frændur. sá meira að segja einn frænda minn í fyrsta skiptið augliti til auglits og náðum við ótrúlega vel saman, þrátt fyrir tuttugu og þriggja ára aldursmun.
svo rölti ég seint og um síður hingað þar sem ég er komin, en ég verð þó að viðurkenna að lítið hefur orðið úr verki.
en allavega, nú töltir hún tótfríður heim til sín og skrifar bréf til Tinnu sinnar :) svo er mezzo sópransöngkonan mín á vinsti öxlinni orðin töluvert þreytt.
*knús*