þriðjudagur, desember 07, 2004

róleg vika framundan

mamma mín getur hvorki bakað piparkökur né skreytt þær svo neinu magni telji, nema BÆÐI börnin hennar taki virkan þátt. framan af var minn virki þáttur aðallega í því að éta það kökudeig sem stóð undan þegar búið var að stimpla formunum. lagði ég mikinn metnað í að gera þetta á sem hljóðlegastan og laumulegastan hátt.
tókst það yfirleitt og má leggja rök af því í framhaldi, að eftir sem ég eltist (hvað segir málfarsfasistinn við þessu?) varð fjöldi kaknanna (ég fletti þessu orði upp og það er bæði rétt) meiri og almennt heilsufar mitt betra.
en ég fékk s.s. símtal frá móður minni sem byrjaði á þessa leið:

M: hæ elskan, við ÞURFUM að baka piparkökur
t: já ekkert mál, þetta er nú frekar róleg vika hjá mér

en svo til að vera alfeg viss setti ég mömmuna á hold og náði í Svörtu Bókina, sem gegnir sama hlutverki í mínu lífi eins og minnishluti heilans í öðrum, og fletti upp á vikunni sem ég hélt að væri "róleg".

mánudagur- jú reyndar var hann nokkuð rólegur, þar sem að ég hafði misminnt mig um æfingu kl. 1900.
þriðjudagur- tónleikar kl. 20.00 í hásölum, mæta 19.00, á sama tíma þyrfti ég að vera staðsett í Sigurjónssafni við Sæbraut að renna Shostokovitz með mínum ástkæra Tuma. veit ekki alfeg hvernig ég redda þessu....
miðvikudagur- tónleikar kl. 20.00, reyndar þeir sömu og á þriðjudaginn, en ble...
fimmtudagur- jólatónleikar nemenda þórunnar guðmunds.
föstudagur- tónleikar framhaldsdeildar tónskóla sigursveins þar sem Tumi mun flytja shostokovitz öllum til mikillar jóla-gleði og ánægju
laugardagur- kammersveitartónleikar kl. 16.00

við mæðgur náðum þó að troða bakstrinum á fimmtudagskvöldið og allir ánægðir. ég fékk reyndar vægt taugaáfall og stresskast yfir yfirvofandi viku sem braust út eins og venjulega í formi þreytu og kæruleysis. var þessvegna vakandi til tvö í nótt og svaf svo yfir mig.

hó hó hó