þriðjudagur, nóvember 16, 2004

það snjóar og snjóar og svo er mér svo kalt á puttunum að ég get varla slegið á lyklaborðið. sem verður nú að teljast töluverður ókostur, vinni maður við innslátt. samt hef ég reynt að drekka kaffi og hugsa dónó.
en mér er ennþá kalt.
svo er elskulegur jónsæti að fara til danmerkur á morgun. verður reyndar bara í 3 daga, en mér er sama. finnst það hroðalegt :( ætla flytja heim til mömmu á meðan og föndra geðveikt mikið af jólaföndri. svo er ég reyndar líka komin í smá drekasyrpu sem útskýrir skróp mitt í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. kjammkjamm.
en talandi um jónsæta þá er ég að bíða eftir honum núna á meðan hann er að ég veit ekki gera hvað... gerir hann sér ekki grein fyrir hversu kalt mér er orðið.
svo er líka brjálæðislega dimmt úti! á ekki að "birta til" (sagt með svona röddu) þegar snjóar? mér finnst nú bara ekkert "bjart til".
hehe.... nú var kona húsvarðarins að kveikja á útvarpinu, snild svona óhljóðeinöngruð hús. einangruð?
ein angruð kona. einn angraður maður.
manni dettur helst í hug í hug lagið "im angry because im cold and it´s dark" í þessum aðstæðum.
nei djók, það er ekki til neitt lag sem heitir þetta.
ble.

ég sakna tuma :(

alltaf fyndið

ég veit nú bara ekki hversu oft ég hef lesið þetta... en mér finnst það alltaf jafn fyndið.

-vertu fíbl-

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni. 3. Stattu föst/fastur á því að netfangið þitt sé: Xena-Warrior-Princess@skjalasafn.is eða Elvis-the-King@hi.is eða olafur@ragnarsson.is
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu,má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir,,Inbox"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við hurðahúna
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með; "...Samkvæmt spádómum."
10. Ekki nota punkta.
11. Hoppaðu í stað þess að ganga.
12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.
13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé,,taka með".
14. Syngdu með í óperunni.
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.
17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð/upplagður.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu, Rock Hard.

palli eldgamli...

...sendi mér þetta hérna hér. gælunöfn á alþingismönnum og fleira. funny

ó-hljóða-pera

ég fór á Sweeney Todd á föstudaginn. fékk boðsmiða sko gegnum hana elsku sætu Tinnu mína (sem á þökk skilið að nenna að umgangast mig yfirhöfuð, hvað þá að láta sjá sig með mér á almannafæri ;). jájá. reyndar hefði ég svossem líka getað fengið boðsmiða, nema ég var ekki með nemendaskírteinið mitt úr tónóhafnarfjarðar -AF ÞVÍ ÉG HEF EKKI FENGIÐ NEITT SVOLEIÐIS AF ÞVÍ AÐ ÞAU HAFA EKKI VERIÐ BÚIN TIL, svo þetta var auðveldast.
svona allavega.
og nú ætla ég að rakka niður þessa sýningu. byrja samt á því sem var verst og enda á því sem var best svo að Hildigunnur verði ekki brjáluð út í mig og felli mig í tónheyrn af því að 66,6 % systkina hennar voru í sýningunni. :D

Lóetta, leikin/"sungin" af Ingveldi ýr var hroðaleg. þvílík raddbeiting. held hún sé eitthvað að misskilja og haldi að orðið sé radd-Breyting, svo hrottalegt var þetta. nema kannski að raddböndin á henni séu í alvörunni staðsett í kokinu á henni og hljóðin myndist í alvörunni þar. Í ALVÖRUNNI! svo gerði hún akkúrat ekkert við aumingja Lóettu eins og það hefði getað verið Kikkassmoðerfokker fyndið og skemmtilegt hlutverk. ég reyndar sá kannski atriði í Lóettu sem enginn annar sá, eins og það að hún hefði verið kynóð og notfært sér asnalega strákinn sem snorri wium lék. but anyway. svo er ég nottla líka soldið öfundsjúk af því að MIG langaði til að vera Lóetta, þó ég hafi hvorki raddgerð, þjálfun, getu né hæfileika til að vera hún.

snorri wium, var asnalegur. fyrst fannst maður hann vera gamall kall (af því að hann ER gamall kall) og svo seinna meir kemur í ljós að þetta er bara stráksbjáni og vill að Lóetta sé mamma sín (aftur geri ég mér aðeins meiri grein fyrir þessum kynóða-misskilningi mínum). og er það bara ég eða Haltraði hann BARA eftir hlé?

maríus sverrisson, hefði átt að vera heima hjá sér. passaði engan vegin í hlutverkið, var alltaf að sveifla sér meðan hann söng (asnalega sveifla sér, ekki töff sveifla sér) og stappa (eins og Tinna benti svo skemmtilega á) og hvað er málið með RAPID WHITE tennurnar? langar ykkur á námskeið og læra að brosa svo að ALLAR tennurnar sjáist... call maríus. auðvitað var þetta kannski svona tilraun hjá einhverjum sniðugum til að gera óperuna meira "almenningslega" og hafa svona óperu "SLASH" söngleik, en þá hefði nú þurft meira til en einn slepjulegan permanettaðan sólbrúnan gaur í Röndóttum buxum. svo söng hann ekki vel.

örn árnason var fyndinn. og geðveikt töff líka, með ljótustu hárkollu í heimi og svo hvítmálaður í framan að liturinn skagaði langt uppí litinn á tönnunum í maríusi. svo var hann líka bara helvíti góður að syngja. maríus skagaði hátt uppí hann. okei nú er ég hætt að rakka niður þennan maríus.

Þorbjörn sæti var geðveikt sætur, og átti án efa fyndnustu aríuna þegar hann var alltaf að gaula "tilfinningalíf" og eitthvað svoleiðis. verst reyndar að allir hinir í umrædda kvartett/kvintett voru að kúka í sig. maríus var til dæmis mjög greinilega með kúkinn útu.... allavega. svo var karakterinn hans líka nokkuð góður. mér fannst hann hafa mátt vera kellingarlegri, en það er nú bara ég og mitt hommastand.

kórinn var geðveikur. og á einum stað meira að segja á geðveikrahæli. nokkuð nett. öll svona stór hópatriði fannst mér æði og YOU GO GIRL hallveig með fokkin sjöstrikað fís eða hvað það nú var! :) svo fannst mér ég nú þekkja nokkur feis, þó það hafi nú verið hálf erfitt oft á tíðum með allaþessa bauga útum allt. en whatever works, eins og kellingin sagði.

sviðsmyndin var ÓGEÐSLEGA flott! (loksins á "ógeðslega" rétt á sér ;) hef bara aldrei séð óperuna jafn töffaða og þarna. ljósin voru líka frábær og kaflinn þar sem kórinn söng í myrkrinu og kveiktu á vasaljósum framan í sig var Brilljant. reynar hugmynd sem var illilega stolið frá mér, vigni, Lilju, hreiðari og fleirum sem gerðu sama leik á ísafirði forðum daga, svona rétt fyrir háttinn. ef ég hefði fengið einhverju ráðið, hefði ég bara haft meira blóð. meira blóð meira blóð meira blóð, eins og stendur í jólakvæðinu.
aldrei of mikið blóð.

Ágúst er bestur. þvílíkur kroppur. æðisleg rödd. svo lengi sem hann þarf ekki að tala þeas. allavega skildi ég hann bara þegar hann var að syngja. og glottið í dyragættinni var BEST! BESTBESTBESTBEST!

og gellan á textavélinni! sú kunni nú til starfa ;)

jæja kids. gó wæld.

finnst ykkur stundum....

þegar þið talið við kjærastan/una ykkar að það sé eins og að tala við vegg?
góða djammið á tótunni laugardagskvöldið. fór í party með nonnanum hjá vinum hans sem hann er ekki búinn að hitta forever. og þar var fólk sko ekki feimið við súpa á. enda voru sumir svo að segja dregnir út í bíl til að fara í bæinn. ekki varð ég heldur minna hissa þegar sú sem ég hélt að væri næst mér í aldri, Aðalbeibið by the way, go var með þykkasta lagið af meiki og í flegnasta bolnum, stysta pilsinu... (you know the type) fór að tala um dóttur sína. tólf ára! átti svo tvö önnur líka. brjáluð stemming. en drullumikið fjör. fékk nokkrar safaríkar sögur af darlingdjonní frá því í árdaga þegar hann var ungur og óspilltur.
eða svo gott sem.
en ég fór eftir þessi óskup og hitti hommagreyin á cafecozy. fór svo á jón forseta og (aðégheld) eitthvað ball.
stemmari.
en svo þarf maður bara að fara að drulla sér aftur af stað í ræktina... búin að taka ansi marga letidaga uppá síðkastið með nammi og kóki og þvíumlíku. datt í mjólkurþamb heima hjá mömmu í gær. djöfl er mjólk góð.

leiðinlegt blogg?

leiðinleg tóta...