þriðjudagur, nóvember 16, 2004

ó-hljóða-pera

ég fór á Sweeney Todd á föstudaginn. fékk boðsmiða sko gegnum hana elsku sætu Tinnu mína (sem á þökk skilið að nenna að umgangast mig yfirhöfuð, hvað þá að láta sjá sig með mér á almannafæri ;). jájá. reyndar hefði ég svossem líka getað fengið boðsmiða, nema ég var ekki með nemendaskírteinið mitt úr tónóhafnarfjarðar -AF ÞVÍ ÉG HEF EKKI FENGIÐ NEITT SVOLEIÐIS AF ÞVÍ AÐ ÞAU HAFA EKKI VERIÐ BÚIN TIL, svo þetta var auðveldast.
svona allavega.
og nú ætla ég að rakka niður þessa sýningu. byrja samt á því sem var verst og enda á því sem var best svo að Hildigunnur verði ekki brjáluð út í mig og felli mig í tónheyrn af því að 66,6 % systkina hennar voru í sýningunni. :D

Lóetta, leikin/"sungin" af Ingveldi ýr var hroðaleg. þvílík raddbeiting. held hún sé eitthvað að misskilja og haldi að orðið sé radd-Breyting, svo hrottalegt var þetta. nema kannski að raddböndin á henni séu í alvörunni staðsett í kokinu á henni og hljóðin myndist í alvörunni þar. Í ALVÖRUNNI! svo gerði hún akkúrat ekkert við aumingja Lóettu eins og það hefði getað verið Kikkassmoðerfokker fyndið og skemmtilegt hlutverk. ég reyndar sá kannski atriði í Lóettu sem enginn annar sá, eins og það að hún hefði verið kynóð og notfært sér asnalega strákinn sem snorri wium lék. but anyway. svo er ég nottla líka soldið öfundsjúk af því að MIG langaði til að vera Lóetta, þó ég hafi hvorki raddgerð, þjálfun, getu né hæfileika til að vera hún.

snorri wium, var asnalegur. fyrst fannst maður hann vera gamall kall (af því að hann ER gamall kall) og svo seinna meir kemur í ljós að þetta er bara stráksbjáni og vill að Lóetta sé mamma sín (aftur geri ég mér aðeins meiri grein fyrir þessum kynóða-misskilningi mínum). og er það bara ég eða Haltraði hann BARA eftir hlé?

maríus sverrisson, hefði átt að vera heima hjá sér. passaði engan vegin í hlutverkið, var alltaf að sveifla sér meðan hann söng (asnalega sveifla sér, ekki töff sveifla sér) og stappa (eins og Tinna benti svo skemmtilega á) og hvað er málið með RAPID WHITE tennurnar? langar ykkur á námskeið og læra að brosa svo að ALLAR tennurnar sjáist... call maríus. auðvitað var þetta kannski svona tilraun hjá einhverjum sniðugum til að gera óperuna meira "almenningslega" og hafa svona óperu "SLASH" söngleik, en þá hefði nú þurft meira til en einn slepjulegan permanettaðan sólbrúnan gaur í Röndóttum buxum. svo söng hann ekki vel.

örn árnason var fyndinn. og geðveikt töff líka, með ljótustu hárkollu í heimi og svo hvítmálaður í framan að liturinn skagaði langt uppí litinn á tönnunum í maríusi. svo var hann líka bara helvíti góður að syngja. maríus skagaði hátt uppí hann. okei nú er ég hætt að rakka niður þennan maríus.

Þorbjörn sæti var geðveikt sætur, og átti án efa fyndnustu aríuna þegar hann var alltaf að gaula "tilfinningalíf" og eitthvað svoleiðis. verst reyndar að allir hinir í umrædda kvartett/kvintett voru að kúka í sig. maríus var til dæmis mjög greinilega með kúkinn útu.... allavega. svo var karakterinn hans líka nokkuð góður. mér fannst hann hafa mátt vera kellingarlegri, en það er nú bara ég og mitt hommastand.

kórinn var geðveikur. og á einum stað meira að segja á geðveikrahæli. nokkuð nett. öll svona stór hópatriði fannst mér æði og YOU GO GIRL hallveig með fokkin sjöstrikað fís eða hvað það nú var! :) svo fannst mér ég nú þekkja nokkur feis, þó það hafi nú verið hálf erfitt oft á tíðum með allaþessa bauga útum allt. en whatever works, eins og kellingin sagði.

sviðsmyndin var ÓGEÐSLEGA flott! (loksins á "ógeðslega" rétt á sér ;) hef bara aldrei séð óperuna jafn töffaða og þarna. ljósin voru líka frábær og kaflinn þar sem kórinn söng í myrkrinu og kveiktu á vasaljósum framan í sig var Brilljant. reynar hugmynd sem var illilega stolið frá mér, vigni, Lilju, hreiðari og fleirum sem gerðu sama leik á ísafirði forðum daga, svona rétt fyrir háttinn. ef ég hefði fengið einhverju ráðið, hefði ég bara haft meira blóð. meira blóð meira blóð meira blóð, eins og stendur í jólakvæðinu.
aldrei of mikið blóð.

Ágúst er bestur. þvílíkur kroppur. æðisleg rödd. svo lengi sem hann þarf ekki að tala þeas. allavega skildi ég hann bara þegar hann var að syngja. og glottið í dyragættinni var BEST! BESTBESTBESTBEST!

og gellan á textavélinni! sú kunni nú til starfa ;)

jæja kids. gó wæld.

Engin ummæli: