föstudagur, febrúar 22, 2008

útlitsbreyting og djúpnæring

ég er búin að taka ákvörðun um að breyta útlitinu á þessu bloggi, það fer í taugarnar á mér allt í einu (ekki nema 4 ár síðan ég html-aði það).
hins vegar mun örugglega líða mjög mjög langur tími þar til heimurinn sjálfur fær að sjá þessar ljúfu breytingar.
talandi um ljúft, þá verð ég bara gjörsamlega að skella mér í auglýsinga-radda gírinn og segja ykkur frá djúpnæringu sem ég keypti frá Aussiehair. ef þið eruð sjónvarpssjúklingar eða bara fædd eftir 1960 þá sjáið þið án efa fyrir ykkur (og heyrið hroðalegu tónlistina líka) svona hárauglýsingar... ó je.
en ég s.s. keypti svona lítið bréf af djúpnæringu og skellti í mig áðan. liðinn u.þ.b. hálftími síðan ég þvoði hann úr en ég get eiginlega ekki hægt að þefa af hárinu á mér og hrista það framan í spegil.
permanettið góða sem ég fékk mér um jólin er m.a.s. búið að láta AÐEINS bera á sér, eftir 2 mánaða fjarveru og fallegi rauði bjarminn sem kemur stundum á hausinn á mér (ömmu-arfleið í báðar ættir) virðist fíla þetta. semsagt tryllt stemming. tónleikar í kvöld hjá hljómsveitinni sem mér tókst að segja mig úr, brahms 4, rómeó og júlía og eitthvað álíka. hljómsveitarstjórinn ætlar víst að láta alla strengina (nema sellóin ha ha) standa meðan þau spila sinfóníuna. gott hjá honum segi ég nú bara.
ég verð allavega á fremsta bekk með hárið, get þá allavega þefað af því ef mér fer að leiðast.