föstudagur, september 26, 2003

jæja, farin að hitta Palla sæta á kaffihúsi.
bæjó spæjó og góða helgi ljósin mín litlu, knúsogkossar
þetta:
Horner
The Place Where Dreams Come True
from Field of Dreams
Original Motion Picture Soundtrack
er ekki leiðinlegt lag... svakalega dúllulegt meira að segja. *awwwwwww*
"God made the body for a reason, and we were meant to exploit it."
-Andreas Serrano
nammi namm ég er aftur byrjuð að hlusta á beethoven.com og það er bara endalaust mikil snilld. nú er ég t.d. að hlusta á tunglskins sónötuna eftir Beethoven, útsetta fyrir klassískan gítar. geggjað töff!
sinfó rokkar
bloggið mitt er orðið hálf leiðinlegt, ég bara verð að segja það. en annað sem ekki er leiðinlegt eru tónleikarnir sem ég fór á í gær með honum Víkingi í háskólabíó. fór með döggu sætustu systur (sem loksins leysti frá skjóðunni) en við lentum reyndar í því að vera í VERSTU sætum alheimsins. 10 bekkur hægra megin. við vorum sem sagt með fiðlu helv. gargið beint í andlitið og sáum ekkert nema rassana á sellóleikurunum. sem er nú reyndar ekkert svo slæmt, by the way... en við lentum líka í því að lenda við hliðina á ónefndum fiðluleikara og hún lyktaði svo skelfingi illa að mér var orðið hálf óglatt þarna í byrjun. svo var reyndar fyrsta stykkið líka alfeg hræðilega leiðinlegt. en þetta var allt saman hin fínasta skemmtun, hittum Svöfu sætu og litlu systur hennar sem heitir Oddný, ég sá glitta í Siggu mína með Rögnvald afa sinn uppá arminn inná milli dragt-klæddra, hárspreys-gellna, en kunni ekki alfeg við það að öskra á skvísuna. hefði samt verið nett.... dagga systir sá fullt af sætum strákum, ég er sem betur er hætt að pæla í þessháttar rugli.
Guð já!
svo hitti ég hana Guju í stiganum, það var soldið fyndið. vegna þess að við þekkjumst eiginlega ekki rassgat, þó samkvæmt öllum líkindum ÆTTUM við að gera það. soldið kjánalegt, ég veit... en svona er þetta. við vorum sko saman í 2 áföngum í bókó hér um árið og svo er hún líka í tónó og.... hmmm. já. þekkjum fellega mikið af sama fólkinu og svona. hún les bloggið mitt (og er ábiggilega að roðna núna, hehe!) og ég hennar, en allavega. hún heilsaði mér (ekki sjens ég hefði þorað því fyrr en á fjórða glasi) og hótaði að hitta mig á kaffi húsi.
mér líst nú bara vel á það :)
Mikið andskoti er ég mikill Hössler þessa daganna, Hmoah!