miðvikudagur, janúar 25, 2006

yeah.... sing it girl

ég ákvað að taka eina kjellingu á þetta og er búin að vera að hlusta á Whitney Houston í allt kvöld. eða svona... allavega hátt í hálftíma.
hún er ágæt greyið. svo eru Öll lögin hennar um að nú sé hún búin að fá nóg, Hann fær sko ekki að meiða/særa/svindla á henni meir.
Öll.
nú ætla ég ekkert að þykjast vera einhver frægrafólksvitringur en var ekki kallinn hennar einhver dópisti og lamdi hana í köku?
var ENGINN að hlusta á þessa texta?
nei ég segi svona. veit það bara ef einhver görlfrend of mæn færi að gefa út Heila plötu af "im not going to take it no more" eða "you made me cry" eða "played me all along" myndi maður kannski svona segja "hó hó".
eða "hey hey".
fara svo og smala í smá "homies" pakka og redda málunum.
voða auðvelt, ha?
allavega.... don´t go there girlfriend, no no no, it´s not good for you! (gert með svona smell hreyfingum, stadegörls þið vitið hvert ég er að fara)

ps - þessi plata (my love is your love) seldist í 11 milljón eintökum... vona að þetta hafi ekki allt verið kjellingar í pakkanum :S

æj já

svo er aumingja litla talvan hennar tótu sinnar á leiðinni í viðgerð svo að ég verð mjög Ó-online næstu daga. :(
aumingja aumingja aumingja ég

geisp

haldiði ekki að kellingin hafi sofið 10 tíma í nótt!
talandi um að vera endurnærður og til í tjúttið. eða svona.
veit samt ekki afhverju ég er búin að vera geispandi stanslaust síðan....

þriðjudagur, janúar 24, 2006

bara róleg

að blogga ekkert svo vikum skipti. eða svona.
maður er svo kúl á þessu. og svossem lítið að segja, Birmingham er nú ekki beint Staður Slúðurs og æsifregna, sérstaklega ekki þegar maður er bara ungur óbreyttur.
eða ungur...
æj allavega þið fattið.
en hún Haniiya vinkona mín var ða gefa mér þurrkað þang frá malasíu. soldið svona eins og sölin okkar góða (sem mamma át einu sinni heilan pakka af og fékk illt í magann) nema bara alls ekki. er í svona litlum strimlum og búið að hakka hana alla svo hún bráðnar alfeg uppí manni. njammi njamm.
svo er ein með chilli í og eitthvað svo maður er alfeg hress með vatnsglasið við hliðina á sér.
allavega.
bara láta heyra í mér. verð nú að fara að taka upp á einhverju sveittu til að geta bloggað almennilega....

fimmtudagur, janúar 19, 2006

:(

ég er í brjálæðri fýlu.
einhverra hluta vegna virkar ekki dvd spilarinn á töLLunni minni. bara svona allt í einu.
gaman
svo er maður að reyna að hringja í þetta fokkin ljóta fyrirtæki sem sér um töllurnar og þá er maður bara númer 8 í röðinni! og mínútan kostar 50 kall eða eitthvað.
svín.
og þetta fer svo mikið í taugarnar á mér að ég get ekki hugsað um neitt annað og er endalaust að pirrast út af þessu. svo svaf ég til hádegis og er ekki búin að gera neitt síðan.
og ég er feit.
:(
voooooooooooooondur ljóóóóóóóóóóóóóóótur dagur.
farin í ræktina, það er svona kýlupoki þar.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

gott hjá mér

að vera ekki farin að sofa. mjög MJÖG gott hjá mér eða hitt þó heldur.
er bara búin að vera að bíða eftir Boston Public þætti í 3 tíma. oghorfa á byrjunina sovna 4 sinnum.
harry sennet er kominn með sítt hár og svo eru 2 nýjir kennarar sem eru svona hippogkúl gaurar. algjörir lúserar. maður sér það nú strax. jájá.
þetta er sko fyrsti þáttur í seríu 3. svakalegir þættir. hélt fyrst að jónsæti væri orðinn geðveikur þegar hann fór að tala um að downloada heilu seríunum af þessu. svo er ég núna komin í sama pottinn... get varla farið að sofa, er svo spennt að sjá hvernig þetta fer, verður uppreisn eða hvað?
mun harry ná að bjarga trinu eða mun hann tapa ronnie af því hann er með post-dramatic-stress eftir árásina? verður barnið tekið af stelpunni sem átti það inná klósti og verður aumingja marla rekin?
og HVAÐ með scott guber og lauren? mér finnst nú skuggalega lítið minnst á hana hér í þessum fyrsta þætti þriðju seríu... liðu varla fimm mínútur í seríu 2 að druslan ræki ekki mjóa rassinn sinn framan í linsuna og segði eitthvað þurrprumpulegt.
81%
almost there....

mánudagur, janúar 16, 2006

room 433

komin aftur út til Birmingham.
það eina góða sem ég get sagt um það er að ég keypti "nýja" diskinn með hjálmum í fríhöfninni.
eða svona. á reyndar voðalega góða vini hérna sem komu að ná í mig út á lestarstöð og gáfu mér pizzu og næstumþví nýbakaðar smákökur :)
svo er bara að lifa vikuna af... Rivka á morgun (if you don´t practise 4 hours a day, EVERY day, you don´t come back!), skiplagt spunaverkefni á föstudaginn (mesta bull í heimi, leiðinlegt og ljótt) og svo skil á einhverju analysis verkefni næsta mánudag.
ég eyddi náttúrulega deginum.
í að vorkenna sjálfri mér yfir aðvera svona langt í burtu frá jónisæti og gerði ekki rassgat. meðal annars át ég ekki neitt nema súpu.
ó ó ó
svo er ég með varaþurrk. ófremdarástand alfeg hreint.

allir að vorkenna tótu.
og senda henni pening, get ekki borgað júró.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

rúv rokkar

var að hlusta á mjög skemmtilegt viðtal við par sem flutti úr reykjavík og til akureyris. töluðu svo vel um bæinn og allt þaðan að manni varð næstum bumbult. svo eftir miklar lofræður og mæringar þá grátbað útvarpsmaðurinn þau um að segja nú allavega eitt neikvætt um akureyri.
þá kom í ljós að þau fara bara Mjög oft til Reykjavíkur og það er svo ofsalega dýrt.

æj mér fannst þetta soldið fyndið. kannski er þetta svona "had to be there"....

laugardagur, janúar 07, 2006

heima hjá sér

eftir að hafa ekki vaknað snemma til að æfa sig og fara í sund, sit ég hér við mín ástkæru fartölvu og er í rólegheitunum að rippa alla diskana mína yfir á harðadiskinn.
já ég veit það er ljótt af mér, en þar sem flest öll tónskáldin eru dauð (Hindemith, Brahms og Enesco) þá er ég ekki með stöðugt samviksubit yfir að svipta tónskáldið lifibrauði sínu. talandi lifibrauð, þá held ég íslensk tónskáld eigi aldeilis eftir að japla langt fram eftir, vegna þess á snemma í næstu viku ætla ég að fara í tónastöðina og kaupa mér 2 nótnabækur með íslenskum sönglögum.
tótan er s.s. farin að öskra á ný, er harðákveðin í því að taka Birmið með stormi nú þegar ég fer aftur út. þessir "söngnemendur" eiga eftir að kúka í buxurnar þegar þeir heyra ALVÖRU íslenska tónlist. jább.
og svo getur Enginn sett Neitt út á framburðinn minn.

afhverju ætli orðin framburður og frumburður séu svona lík?

jæja. farin í partý :)

föstudagur, janúar 06, 2006

kiknað í hnjánum

fór í gær og heimsótti fríðasta karlmann kópavogs. hafði reyndar ekki séð hann áður og brá því heldur en ekki í brún þegar þessi tröllmyndarlegi strákur tók á móti mér með því að spræna útí loftið með miklum tilbrigðum.
já hann Geir Hannes kann nú sitt fag.
þvílíkur sjarmör. oooooh ég fæ fiðring í hnjánum bara að hugsa um hann :)

fimmtudagur, janúar 05, 2006

jæjaaaaa
komið nýtt ár og svona.
allt að verða brjálað.

er að setja inn myndir :)

hjehehehe