fimmtudagur, júlí 27, 2006

ég er ekki í jafn mikilli fýlu og áðan.
en ég er líka búin að fá mér langloku með pepperóni og osti og einhverri dularfullri sósu. ég keypti líka súkkulaði en ég er ekki búin að borða það... ho ho ho!
svo var ég líka að bemerkja að það er ekki lengur rigning. ætli kannski að Rigning = Skúli?
jah nú er mér spurn.

hrumpf

sveimér þá andskotinn ef að Skúli Fúli er ekki aðeins farinn að láta á sér kræla hér á miðjum fimmtudegi. óþolandi karakter.
lætur mann pæla í asnalegum hlutum og leiðinlegum, minnir mann á allt það sem maður þyrfti nauðsynlega að vera að gera (ener ekki að gera, er ekki einu sinni að hugsa um að fara að gera) og kórónar svo allt með því að benda manni á blogg hjá fólki sem gjörsamlega virðist ekki stoppa í því aðvera duglegt og komast langt áfram í lífinu án þess að vera geðveikt gamalt.
en þar sem ég fór upp á Snæfell þá ætla ég að reyna að bola burt þessum Ekkivini mínum og kannski gera lista yfir það sem ég þyrfti nauðsynlega að gera til að vera ekki í svona fýlu.
Byrja á því að fara útí 11-11 og fá mér hádegismat.

koma svo!

rigning

á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég stelpu frá vinnuskólum reykjavíkur (eða eitthvað svoleiðis) þrífa umferðarmerki.
með vatni.

ég fór uppá Snæfell :)