miðvikudagur, október 29, 2003

Kuldi dauðans
oh men, ég var búin að gleyma hvað ÞETTA

Saint-Saens
Danse Bacchanale

er geggjað skemmtilegt lag. það næstum því veldur því að manntalið virðist skemmtilegt. NEI. ég er nefnilega að fara á kvartett æfingu kl. 18:30 í tónó rvk og nenni ekki heim í millitíðinni, jafnvel þó svo ég eigi tæknilega séð að vera í tónheyrn núna. úff. svona er ég nú dugleg. eða þannig. flokkast kannski undir leti, veit ekki.
en svo er mér svo skelfingi kalt á fingrunum, hvað stælar eru nú það? það var reyndar hérna til skamms tíma sætur, loðinn, góður við tótu sína og skemmtilegur tölvunarfræðingur, en hann er FARINN :'(
mér heldur þá bara áfram að vera kalt. svossem engin furða miðað við það hvað ég er búin að borða lítið síðstu NÍU VIKUR. *brrrr-brrrrrr*
bifvélavirki?

ekki nóg með að ég geri við blogg vini og vandamanna, heldur er ég líka mjög laghent á fleiri sviðum (ekki hugsa neitt dónó). þetta sannaðist heldur en ekki vel í "morgun" (um 11 leytið rétt eftir að ég vaknaði) þegar ég leit út um gluggan og sá að það var EKKERT loft í vinstra dekkinu að framanverðu á bílnum okkkar glæsilega. tótan laghenta skutlaði sér í vettlinga og setti trefil á, út á plan og SKIPTI UM DEKK.
ég endurtek.... SKipti um dekk.
að skipta um dekk inniheldur:
finna tjakk
finna sveifina sem fylgir með tjakknum
tjakka upp bílinn
skrúfa skrúfur (í þessu tilfelli mjööööööög ryðgaðar og gamlar, ljótar skrúfur)
taka loftlausa dekkið af
skella loftmikla dekkinu á
skrúfa skrúfur (í þessu tilfelli mjööööööög ryðgaðar og gamlar, ljótar skrúfur)
tjakka niður bílinn
ganga frá loftlausa dekkinu.

þetta allt saman gerði ég án þess að hika. reyndar labbaði ógeðslega leiðinleg karlrembumella fram hjá og öskraði:
"já upp með bílinn! heh heh heh!"
ég urraði bara góðan daginn og hélt áfram. þá stoppaði fíblið og sagði
"oh, það er svo gaman að sjá konur skipta um dekk." ég hefði getað stungið tjakk-sveifinni (eða hvað það er nú kallað) beint inní hálsinn á honum og tjakkað af honum hausinn. en ég urraði bara og setti upp "ég-hata-þig svipinn". þá fór hann ekkvað að tjá sig um að maður ætti nú aldrei að fara frá bílnum með hálf-fullt dekk og bla bla bla.
var þessi maður í sjálfsmorðshugleiðingum?
ég urraði "gott að vita" milli samanbitinna tanna og setti upp "ég-hata-þig-ógeðslega-mikið svipinn". þá varð hann nú bara hálf hræðslulegur til augnanna, flýtti sér að segja "gangi þér vel" og arkaði burt.
ég vona að hann hafi runnið til á klaka og meitt sig.
skipafréttirnar allar
já ég er snillingur. ég fer ekki ofan af því meðan ég hef komið mér svona huggulega vel fyrir ofan á því.
yeeeaaah.
ég var semsagt að skella inn dúllulegri gestabók og fleira fyrir hana Tinnu mega beib. tsjekkið nú á því börnin mín og endilega skrifiði í gestabókina svo ég geti með sönnu sagt að hún virki almennilega.
jamm.
svo kláraði ég bókina "skipafréttir" eftir annie proloux um daginn og hún er alfeg hrottalega góð (skemmtileg tilbreyting við þessar leiðindabókalufsur sem við fáum venjulega sendar í þessum bókaklúbbi). þetta er bók um ljótan mann sem er rosalega góður við dætur sínar. svo flytur hann til nýja sjálands með frænku sinni og kynnist lífinu þar. það gerist nú svossem ekkert rosalega mikið, það kemur óveður og ljóti maðurinn finnur lík, en þetta er bara svo vel skrifað að það er alfeg yndi. svo breytist ljóti maðurinn úr því að vera grenjandi aumingji í að vera mjög myndarlegur og vel settur maður.
ooooh....
algjör krúsí.
svo byrjaði ég á "Flateyjargátunni" eftir Viktor Arnar Ingólfsson.
veit ekki. en það er ekkvað við íslenskar sakamálasögur sem ég fíla ekki. leiðinda fordómar sem ég verð að losa mig við.... en anyways...