þriðjudagur, febrúar 17, 2004

of stuttur sólarhringur
ég er að fara í víólutíma eftir 45 mínútur og er svo að fara að spila á tónleikum kl. 6 í kvöld. ég veit ekki hvort verður meira stórslys. ég þarf mjög nauðsynlega að lengja sólarhringinn hjá mér... hvernig get ég haft tíma til að æfa mig ef ég hef ekki tíma til að æfa mig?
hrumpf!
en þetta hlýtur að reddast eins og annað. vona það allavega. annars var ég að byrja í einhverju strengjadraslsviðbjóð inní LHÍ undir stjórn Gunnars Kvaran. æfing í kvöld kl. 8. ætli hann biðji mig um að fara ef ég mæti geðveikt full á þessa æfingu? annars eru verkin svo auðveld fyrir víóluna að mér er skapi næst að hætta bara. auður agla, bjarni frímann og þessi þýska sem ég man ekki hvað heitir, en ekki súsanna samt, geta alfeg gert þetta bara 3. pæling...
svo skrópaði ég á kvartett æfingu í gær alfeg óvart og er ennþá með geggjaðan móral :( erum sko að fara að spila á ráðstefnu á laugardaginn (sem allir tónlistarnemar ættu að mæta á... segi meir um hana síðar) og þurftum soldið að æfa. en ég var bara útúr kú og löngukomin heim í hafnarfjörð. var meira að segja sofandi. skammiskamm. en svona er þegar maður er slappur og slenaður eftir helgina. skandall og ekkert nema. ég vona að þær fyrirgefi mér um síðir. reyndar er halldóra að fara til London, svo hún ætti nú ekki að eiga í erfiðleikum með að dreifa huganum, hehe :) talandi um london, þá hringdi litli prinsinn minn í mig á sunnudaginn og talaði heil ósköp. það var yndislegt, nú vantar bara að hann sendi mér EMAIL með DAGSETNINGUM sem fyrst og ég get haldið áfram að vera hamingjusamasta manneskja í heimi. er sko að lesa Brian Tracy bók sem heitir Hámarksárangur. hehe! algjör snild.