fimmtudagur, febrúar 24, 2005

tóta er á leiðinni í blóðbankann

þannig að ef að þið sjáið mig á eftir og finnst ég vera eins og rúsína í framan eða segjum kannski blaðra sem búið er að hleypa úr öllu lofti, þá vitiði að blóðbankinn er farinn að stækka skammtana...

Portishead að eilífu

ég er núna að hlusta á Portishead, life in NYC sem er ekki eins góður og ég hefði viljað að hann væri. þau eru þarna með sinfóníuhljómsveit og læti, samt eiginlega ekkert gert við hana... strengirnir spila bara partinn sem áður var syntisæsaður o.s.frv. en allt portishead er gott portishead svo ég er í raun ekki að kvarta. enda kvarta ég sjaldan. ég er eiginlega ekki svona kvart-týpa, ef þið skiljið.
en það sem gefur þessum disk stórt kikk er einn áhorfandinn í salnum. mjög sjaldan sem svoleiðis fólk gerir það gott á nútíma-upptökum, en þetta er svakalega sjarmerandi við gamlar upptökur.
ég á tildæmis disk þar sem David Oistrakh (hneigi höfuð mitt í lotningu) er að spila einhvern voða fallegan mozart konsert (þeas ef fólk vill endilega lýsa fiðlu-mozart-konsertum sem e-u fallegu á annað borð) og í miðri Þriggja-vasaklúta kadensunni hóstar einhver. og það er ekkert eitthvað *hóst-hóst*, heldur rífur maðurinn af fullum krafti í lungun á sér og nærri því kippir úr þeim nokkrum lítrum með einu hressu HRRRRRUUUUHHHH-HHUUUUHHH! svo er örugglega pottþétt mál að þetta er einhver í hljómsveitinni vegna þess að hann er bókað með míkrafóninn alfeg upp í kokinu á sér.
nema þettasé einhver klikkað raddsterkur útí sal.
en vó, róleg á útúrsnúningum! á portishead upptökunni með ónýttu sinfóníuhljómsveitinni sem ég er að hlusta á, er einn í salnum sem er gjörsamlega alfeg að drepast úr ánægju að sjá og heyra sitt uppáhaldsband. eðaég vona það allavega, því á eftir öllum lögum öskrar gaurinn alfeg eins og brjálæðingur. soldið eins og það sé verið að stinga hann í bakið með rýting. smá svona innlifun. nottla bandaríkjamaður (þetta er jú í NYC) og er alfeg un-shy eins og það kallast.
líka svona þegar lagið er rétt að byrja, svona aðeins byrjað og fólk að fatta hvaða lag er að koma, þá er okkar maður mættur:
"AAAAAAAARRRRRRGHH!"
ég skora á alla sem eiga diskinn (já svafa, ég er að tala um þig!) og hlusta eftir herra hresspunkturkom. sérstaklega er þetta áberandi í lagi númer 10 og 13.

reykjavík-hveragerði-stokkseyri

árborg liggur nú við fætur mína. spilaði í gær á stórkostlegum tónleikum á Stykkishólmi í því mæta húsi Hólmaröst. eða eitthvað svoleiðis, man aldrei nöfn sem ekki enda á enni (n). eins og tildæmis Jón og Þórunn.
þar spiluðu líka 3 lúðrasveitir.
ég hef bara eitt að segja við lúðrasveit selfoss.... nei best að sleppa því, fólk gæti farið að segja ég væri vond og leiðinleg, árásargjörn, feit og illa til höfð. maður lendir sko í ýmsu ef maður er með kjaft útí lúðrasveitir, svo mikið hef ég lært á ævinni. en ég fékk, einna fyrst allra að sjá nýja húsið þeirra Gumma og Gretu í Hveragerði. það er geðveikt og mér var boðið í party.
sem verður haldið þegar gummi er búin að:
mála öll loftin... Aftur
smíða eldhúsinnréttingu
setja nýtt gólf á sólstofuna
taka einhvern pall úr loftinu
kaupa sófasett
taka uppúr kössum og
hreinsa heitapottinn
ég bíð engu að síður mjööööög spennt eftir þessu partýi aldarinnar.
annars kom mér á óvart hvað Hveragerði erí rauninni bara næs pleis og miklumiklu nær reykjavík en maður ímyndaði sér.
aftur á móti er Selfoss það ljóstasta bæli sem ég hef komið í/ekið gegnum á ævinni og vil helst aldrei koma þangað aftur. en ég fór í kaupfélagið, sem heitir núna Nóatún og keypti geðveikt flotta límmiða sem ég ætla að setja á umslög til fólks.
ef ég færi nú í einhverri brjálsemi að skrifa bréf.

en nú er ég farin uppá efri hæð að ná mér í kaffi og sódavatn.