þriðjudagur, janúar 18, 2005

Söfnun

ég er búin að ákveða að byrja að safna Hagkaupsblaðinu.
mér finnst það ágætt mótvægi við söfnun kærastans míns á Viðskiptablaðinu sem núna er að ná hámarki eftir hálfs árs áskrift áðurnefnds.
Hagkaupsblaðið er ákaflega sniðugt blað svona þegar maður spáir aðeins í það. það gefur manni ekki bara upplýsingar um það hvaða föt og hvernig sett saman, eru mest hipp og kúl, heldur segir það manni líka ýmislegt um efnahag þjóðarinnar. t.d. hvað kjöt kostar og niðursoðnar baunir, maður gæti hæglega rekið þróun verðlags á kóka-kóla, svo dæmi sé tekið, þar sem sá drykkur djöfulsins virðist vera á tilboði í hvert einasta skipti sem maður vaknar og fer á fætur. Í hagkaupsblaðinu getur maður líka séð hvaða bækur eru vinsælastar í það og það skiptið, þar sem það er nú yfirleitt bækur frá Hagkaupum sjálfum sem eru í fyrstu sætunum. og gleymum ekki skemmtanagildinu.... tvær til þrjár opnur af karlmannsnærbuxum! auðvitað ekkert á borð við úrvalið í Þessari góðu netverslun, en úrval engu að síður.
svo er líka kvenmannsnærfata opnan æði, en aðallega vegna þess hve gaman er að bera saman "brjálæðislega mikið strekktar" og "venjulega strekktar" myndir af sömu gellunni. sem er yfirleitt með sama brosið. og sömu hárgreiðsluna. og sama innilega blikið í augum.
já ég er alfeg hörð á því að þetta sé málið.

sætust



stelpa: hey þú þarna með klútinn! ég er með hendina fasta aftan á hausnum á þér! þú ert búin að vera að draga mig á eftir þér í allt kvöld.
Deggie McCool: shut the fuck up bitch.

eða

Deggie McCool: anskotinn sjálfur ég er búin að líma símann minn fastan við kinnina á mér Enn Eitt Skiptið.
stelpa: það er nú ekkert, ég límdi mig aftan á hausinn á þér fyrr í kvöld og er búin að vera föst hérna síðan.