þriðjudagur, nóvember 21, 2006

strengja nörda blogg

ég var að horfaá 10 fingur með Guðnýju guðmunds á rúv vefnum og þótti mér það mjög skemmtilegt og fróðlegt. sérstaklega fannst mér gleraugun hennar Kötu minnar skemmtileg þar sem hún situr í annari fiðlu á einhverri gamalli klippu frá sjónvarpinu.
Nú ætla ég heldur alls ekki að segja neitt ljótt um GG enda yrði ég hengd úr næsta tréi áður en ég næði að klára þessa færslu, en HVAÐ ermálið með fjórða fingur vinstri handar? :o Rrrrrivka Golani myndi fá brjálæðiskast.
"what is this? is your finger paralyzed? is it sleeping or hiding? it´s your finger, you control it!"
jájá.
mikið eru þetta annars skemmtilegir þættir, vildi það væri hægt að horfaá þá alla, ekki bara þann sem var síðast í sjónvarpinu.
rokk

viðbót 1) jú það er hægt að horfa á gamla þætti, bara ekki þætti sem á eftir að sýna. ég er s.s. soldið gráðug að vilja horfa á þáttinn með Ásdísi Valdimars :D hóhó hvað verður gaman hjá mér í kvöld!