fimmtudagur, desember 16, 2004

vó, er paranojan í bandaríkjunum ekki farin að ganga einum of langt?

kom með skæri í skólann

en maður getur nú svossem búist við öllu af barni sem heitir Porche...
í hinni miklu leit minni af tímasetningu mætingar á tónleikana í kvöld, rakst ég enn og aftur á síðuna hans Jóa.
en hann minntist ekkert á hvenær hljómsveitin á að mæta í kvöld.
meiri dóninn.
en hann fær nú samt link. kannski mest út af því að hann er bróðir hans Matta, og ég er viss um að ef Matti væri með blogg myndi hann taka það fram hvenær hljómsveitin á að mæta á eftir.

jesúsminn... held það endi með því að ég hringi í einhvern til að tjekka á þessu....
vill einhver í guðanna bænum segja mér hvenær er mæting í kvöld á þessa helvítis Ungfóníu tónleika?
síminn minn er, eins og fyrr sagði, dauður inní hafnarfirði og ég man engin númer.
nema nottla mitt eigið og það svarar enginn í hann....
djös bömmer

skúli fúli

ég hata þessa helvítis fimmu sem er alltaf verið að senda manni. nú hef ég svarað þessum heimskulegu, ljótu, leiðinlegu spurningum og könnunum og tilboðum um ógeðslegar bækur og eitthvað djöfulsins pixell-gsm-drasl í næstum ár og hef ekki einu sinni fengið hálfan bíómiða, hvað þá meir.
hefur einhver í ALVÖRUNNI fengið vinning í þessu djöfulsins feik viðbjóðslega ælu leik?

vignir þú mátt ekki svara

síðustu droparnir

í kvöld hélt frú tótfríður (jors trúlí) að hún myndi vera svo heppin að spila síðustu opinberu tónleikana í hinni ógurlegu jóla-törn. að nú gæti hún loks sest niður með bjór í hönd, skellt fótunum upp á þartilgerðan skemil, kveikt á leiðinlegu sjónvarpsefni og haft það næs.
kannski borðað óhollan mat og nammi.
en annað kom nú í ljós svona þegar litla skinnið fór að hugsa (eitthvað sem víóluleikar ættu að læra að gera ekki).
næsta laugardag var ég búin að lofa að spila í veislu. sem er gaman. svo var ég pínd til að spila í útskrift um morguninn. sem er glatað. gleymdi ég nokkuð að nefna æfinguna sem verður kl. 10? við erum að tala um laugardag, gott fólk.
22. des var verið að biðja mig um að spila á jólatónleikum Þrastanna. ég hef reyndar ennþá smá sjens til að segja nei nei nei ég vil ekki spila meira arg arg, en hver vill fá heilan karlakór á móti sér?
svo er það dúett dauðans pó og mó, sem vilja endilega hafa Strengjabrúðurnar (guð hvað ég hata þetta nafn) með sér að spila í aðfangadags-miðnæturs-messu í fríkirkjunni. ég hefði átt að segja nei strax, en þá hefði ég nú heldur en ekki verið strokuð út af allavega þremur jólakortalistum meðdesamme.

svona á ég nú bágt. endilega hringiði í mig og bjóðist til að gera eitthvað fyrir mig, eða þá bara vorkennið mér svakalega. bæði gott. en reyndar svona þegar ég fer að hugsa (doh!) þá er síminn minn dauður einhversstaðar inní hafnarfirði.

jesúsminn hvað er erfitt að vera ég.