í kvöld hélt frú tótfríður (jors trúlí) að hún myndi vera svo heppin að spila síðustu opinberu tónleikana í hinni ógurlegu jóla-törn. að nú gæti hún loks sest niður með bjór í hönd, skellt fótunum upp á þartilgerðan skemil, kveikt á leiðinlegu sjónvarpsefni og haft það næs.
kannski borðað óhollan mat og nammi.
en annað kom nú í ljós svona þegar litla skinnið fór að hugsa (eitthvað sem víóluleikar ættu að læra að gera ekki).
næsta laugardag var ég búin að lofa að spila í veislu. sem er gaman. svo var ég pínd til að spila í útskrift um morguninn. sem er glatað. gleymdi ég nokkuð að nefna æfinguna sem verður kl. 10? við erum að tala um laugardag, gott fólk.
22. des var verið að biðja mig um að spila á jólatónleikum Þrastanna. ég hef reyndar ennþá smá sjens til að segja nei nei nei ég vil ekki spila meira arg arg, en hver vill fá heilan karlakór á móti sér?
svo er það dúett dauðans pó og mó, sem vilja endilega hafa Strengjabrúðurnar (guð hvað ég hata þetta nafn) með sér að spila í aðfangadags-miðnæturs-messu í fríkirkjunni. ég hefði átt að segja nei strax, en þá hefði ég nú heldur en ekki verið strokuð út af allavega þremur jólakortalistum meðdesamme.
svona á ég nú bágt. endilega hringiði í mig og bjóðist til að gera eitthvað fyrir mig, eða þá bara vorkennið mér svakalega. bæði gott. en reyndar svona þegar ég fer að hugsa (doh!) þá er síminn minn dauður einhversstaðar inní hafnarfirði.
jesúsminn hvað er erfitt að vera ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli