sunnudagur, apríl 25, 2004

stundum langar mig til að flytja inn á afa gamla, hætta ruglinu, fara í íslensku í háskólanum og gerast heimavinnandi húsmóðir eftir að hafa gotið nokkrum börnum. stundum langar mig hins vegar til að kaupa mér nýjan fallraven bakpoka, 20 pör af nærbuxum og sauma 4 tæ-buxur, selja allt sem ég á og ferðast. ekki taka með mér síma og bara skrifa bréf til útvaldra einstaklinga heima á skerinu.
stundum langar mig þetta bæði í einu.
stundum langar mig hvorugt.
ég held það geri mig þunglynda að sofa til tvö og ég ætla að hætta því.
ef þið hafði einhverntíman efast um það hver sé latasta manneskja í heimi, þá getið þið tekið efann ykkar og hent honum út í rusl með ónýta kaffikorknum eftir morgunkaffið. ef þið drekkið kaffi þeas. vegna þess að ÉG er latasta manneskja í heimi og ef þið gætuð séð mig núna myndi ásjóna mín ýta undir þessa vitneskju. var nefnilega að vakna. og klukkan er ða verða TVÖ!
segi nú ekki að ég hafi ekki rumskað, svona klukkan 10, 11, 12 og um eitt leytið, en ég fór sko ekki á fætur. glætan! lá bara og ákvað að sofa.
þannig að ég fór ekki í sund. ég æfði mig ekki á víóluna. ég æfði ekki fjögurhundruð ný lög sem ég fékk í síðasta söngtíma. ég skrifaði ekki email til vina minna í útlöndum, hvað þá sendibréf. ég fór ekki í göngutúr og ég dreif mig ekki í að skrifa betlunarbréf til Dartington fólksins.
held reyndar ég sé að koxa á því dæmi.
en núna er ég með svo mikið samviskubit að mér er næstum því óglatt. svo er ég mjög mjög svöng.
það besta er samt að ég get ekki kent neinum um! ég fór ekki seint að sofa, ég gerði ekki mjög mikið um helgina og ég var eiginlega ekki þreytt svona þegar klukkan var 10, 11, 12 og að verða eitt. bara NENNTI ekki á fætur.
im a jerk