mánudagur, febrúar 17, 2003

heimsku bandaríkjamenn

Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu.
>>"Ég biðst afsökunar," sagði Gary. "Ef ég hefði vitað að þú værir
>>hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma." "Það er ekki allt eins
>>og það verður best á kosið," svaraði hún, "ef ég hefði vitað að þú
>>hefðir meiri tíma þá hefði ég farið úr nærbuxunum."
GARG hvað ég er mikill snillingur!
nú í þessum töluðu orðum er exel vinur minn að seifa Rangárvalla og Árnessýslu í manntalinu 1835.
miklum áfanga hefur verið náð.
nú er rétt svo helmingurinn eftir...
hehe :(
hey....
Sigurður
Eyjólfur
Snorri
Engilbert
Björn
Nicolaus
Guðrún
Guðrún
Guðrún
Ingvöldur
komiði að borða!!

djöfull hlýtur það að vera gaman að eiga 10 börn. og skíra 3 það sama!!


What Was Your PastLife?

úff já, laugardagur dauðans. fór í mjög skemmtilegt partý heima hjá Palla darling, en gerði þá meginskyssu að fara svo niðrí bæ. það er svo leiðinleeeeeeeeeeeeegt að fara niðrí bæ. leiðinlegt leiðinlegt leiðinlegt.
leiðinlegt
en takk samt kælegaÁsgeir krúttíbolla fyrir að smygla okkur, mjög laumulega, inn á 22. það var sveimmér þá einn af betri stöðum kvöldsins. ég vissi bara hreinlega ekki að það væri 3ja hæð á þessum stað. drottinn minn. og þar er ENGIN tónlist, svo maður getur í alvörunni TALAÐ við fólk. annað en hægt er að segja um suma staði.
hvað er eiginlega málið með skemmtistaði á höfuðborgarsvæðinu? af hverju getur maður hvergi talað við vini sína, án þess að Öskra á þá? auðvitað er gaman að dansa við góða tónlist og allt það... en vó. fyrr má nú vera. það grófasta sem ég hef lent í, er þegar ég álpaðist í einhverri vitleysu inná Prikið og á efri hæðinni þar, er gjörsamlega ekki hægt að hreyfa sig, vegna þess að þar eru borð og stólar. svo fólk geti nú sitið í rólegheitum?
já NEI NEI.
aldrei hef ég verið á stað þar sem græjurnar hafa verið jafn hátt stilltar. bara aldrei. svo við sátum þarna, vinkonurnar og hommarnir, við eitt borð og gláptum oní bjórana okkar. eða horfðumst í augu og reyndum að lesa hugsanir hvors annars. ég fór á barinn og bað um bjór, en barþjóninum fannst ég segja pulsa með öllu nema remúlaði.
svona næstum.
þannig að ef þið rekið skemmtistað og eruð að lesa þetta... í guðanna bænum reyniði aðeins að lækka í græjunum.
og svo fór ég á kvartett æfingu fyrir fiðluballið í MR. aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaargh!!!
meir um það síðar.