þriðjudagur, mars 22, 2005

Jón er horfinn! ég er búin að sitja og bíða eftir honum í hálftíma en ég hef ekkert séð hann síðan áðan.
hrumpf.
en ég rakst á lista yfir hluti sem maður getur notað kók í... eða notað kók á?
æj allavega langar mig ógeðselga mikið í kók og þessi list var nú bara til að æsa það uppí mér.

Alternatív notkun kóladrykkja:
*Hellist yfir stungu eftir marglyttur - losar þig við sviðann strax!
*Látið ljósmynd liggja í gosinu (í bakka t.d.) og hún lítur út fyrir að vera gömul.
*Til að losa tyggjó úr hári, hellið yfir lokkinn með tuggunni og hún losnar.
*Til að ná mosa af stáli, t.d. sláttuvél eða garðhúsgögnum.
*Sem hreinsilögur fyrir brons
*Sem hreinsiefni til að ná myglu úr fúgum milli flísa
*Ljótur olíublettur á bílaplaninu? Helltu kók yfir! (Löggan í sumum ríkjum BNA keyrir um með stórar flöskur í skottinu til að hreinsa upp blóð af vegunum....)
*Sem rottubani: Rottum finnst kók gott og drekka mikið af því og hratt. Því miður geta rottur ekki ropað
*Til að ná ryði af krómi nuddið kóki með álpappír yfir blettinn
*Til að halda niðurföllum stíflufríum er gott að hella einni dós niður á mánuði
nýr linkur á bloggara, Kristján Hans sem er víst í slóvakíu? eða eitthvað. hann er allavega krútt. bloggar reyndar á svo geðveikt góðri ensku að ég á bara erfitt með að skilja sumt af því... en það er nú bara... eh... krúttlegt :p
HVAÐ finnst ykkur um þetta?

:)