fimmtudagur, júní 19, 2003

mér tókst með mikilum meðfæddum hæfileikum að rífa af mér andlitið með innréttingu í kaffinu áðan. þetta atvikaðist þannig að ég ætlaði að skutla mér (mjög fimlega, auðvitað) upp á eldhúsvaskaborðið til að geta teygt mig í gluggann og opnað hann.
skutla mér!
halló ungfrú tvöhundruð kíló!!
í brussuganginum skallaði ég einhverja hillu og er með skurð fyrir ofan hægra augað. ekki mjög djúpan sem betur fer ("tóta, áttu klórukisu?" spurði eitt fíblið) en ég held ég hafi skekkt gleraugun mín. það var svossem á það bætandi. hefði þetta nú verið á enninu.... eins og Harry Potter sko. þá væri þetta bara kúl, en neinei....
þetta kennir manni að vera ekkert að opna glugga að óþörfu, ef manni er heitt á maður bara að fara út eða fara úr. eða fara úr úti.
svo er blogger í klessu.
mikið er ég fegin að ég er að fara heim eftir korter....
oh great!
You are The Twins-
You are The Twins, from "The Matrix."
Bad, but with a sexy streak- surprisingly
refreshing. You know what you want, when you
want it.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
ég var að bæta honum Herði Mar inn á linkana mína. ekki það að við séum einhverjir vinir eða þannig, svona kannski meira upp á gamla tíma. hann er nettur. :)
oh hann jón er svo góður við mig!
hann var að gefa mér banana. nammi namm.
ég er nú samt að spá í að fara út í snæland í hádeginu og fá mér ekkvað fitugt. og kók með. kannski súkkulaði í eftirrétt ef ég er mjög vel upplögð.
þessi eiða-ferð fór alfeg með megrunina mína...
:(
í árangurslausri leit minni að fallegri klukku til að skella á bloggið mitt þá fann ég þessa hér.
þvílík snilld....

getiði bara hvað?
haldiði ekki að hún Eydís litlasystirhansguðna Ýr hafi ekki bara klippt tótu sína í gær!! :) oh, ég er svo fííín! þetta er mikill munur og miklu flottara, ég lít út fyrir að vera 5 árum eldri, 10 kílóum léttari og svei mér þá ef að ég sé ekki bara farin að nota númeri minna af skóm.
uh... reyndar ekki.
ég er reyndar ennþá að vega/meta það hvernig mér finnst hárið á mér og eydís var búin að lofa að fara ekki í fýlu ef að ég myndi kannski allt í einu ákveða að krúnuraka mig. láta drauminn rætast að lokum....