föstudagur, nóvember 23, 2007

firefox í fýlu

elsku browserinn minn er leiðinlegur. allt í einu (já í alvörunni, allt í einu, ég var ekki að downloada neinu drasli) vill hann ekki birta toolsbarinn minn með bookmarks og svo er einhver MEGA púka asnalegur kantur neðst á glugganum sem ég get ekkert gert við.
búhú!
hefur einhver lent í þessu? og veit hvað á að gera?
jónsæti sem er með framhaldsmenntun í tölvunarfræði varð frá að hverfa til að næra sig áður en lausn fannst á málinu.
æj bú.

tónleikarnir gengu bara svakalega vel. fannst mér allavega. ekkert fullkomnir frekar en annað og ansi útúr tjúni, en mér fannst fílingurinn góður og allir FJÓRIR áheyrendurnir litu út fyrir aðvera ekki að deyja úr leiðindum.
sem er nokkuð gott.
jájájá.

-næsti dagur: ég náði að gera við browserinn af því að ég er klár og sniðug :) og auk þess breytti ég lúkkinu svo núna er ég með litlar kisur í staðinn fyrir leiðinlegu örvatakkana til að fara back og forward. vá hvað mér finnst ég vera gáfuð :)