laugardagur, október 08, 2005

klukkuð!

loksins klukkaði mig einhver, ég er alfeg búin að vera næstum því í fýlu að allir bloggarar væru að klukka hvern annan og allir svona saman í klukki nema ég.
svo tók Berglind sig til og klukkaði töðuna (mig)

1. kærastinn minn kallar mig tótu töðu. en ég kalla hann líka afa önd.
2. ég er að læra á víólu í Birmingham og það er ógeðslega gaman.
3. mér finnst fátt skemmtilegra en að skrifa fólki bréf eða senda póstkort. nema þó kannski að fá bréf eða póstkort sjálf. drekka kaffi með og sódavatn með sítrónu.
4. ég borða sítrónur, og ef stuðið er mikið, börkinn líka
5. mig langar rosalega mikið í harmónikku (og læra á hana).

þetta var nú ekki erfitt :) svo þarf maður að klukka einhvern annan...

ég klukka: Eydísi, Döggu systur og Siggu óléttu (mér er alfeg sama þó þú þykist vera hætt að blogga þarna!)
ég var að kaupa mér skó! þeir eru óóóóógeðslega flottir. um leið og ég fór oní þá visi ég að þetta voru þeir. skórnir sem myndu veit mér ómælda ánægju.
aaaah það er svo gaman að kaupa skó :)