laugardagur, maí 22, 2004

við jón vorum að elda gómsætan ítalskan rétt með hakki og svona gumsi (lauk og þannig... ég setti líka hnetur á meðan jón leit undan... mjög gott, þó sumir haldi annað). aðallega var nú jón að elda samt, ég var bara trítlandi taugaveiklingslega í kringum hann, slefandi með útglennt augu eins og mjög mjög mjög svangar manneskjur láta. enda er ég mjög mjög mjög svöng manneskja. var næstum búin að hrinda útvarpinu oní pönnuna. ekki sterkur leikur það.
en núna er verið að bíða eftir að "ofninn hitni" svo það sé hægt að setja "hvítlauksbrauðið inn". hrumpf! bara stælar og ekkert annað, það er verið að reyna ða halda mér frá því mér finnst best. B O R Ð A
annars ætla ég að koma með plögg... mætið eða buxur vætið. riiiiight :)

Tónleikar tónsmíðadeildar tónlistarskólans í reykjavík verða SUNNUDAGINN 23. MAÍ Kl. 20:00 í íslensku óperunni.

endilega mæta, miss tót er með M A S S A sóló í einu verkinu svo ekki sé meira sagt. einhverjir 30 taktar og allir bara í góðum fílíng að gera ekki neitt á meðan. brjálæður stimmari, mæli með þessu.
en nú er mér nóg boðið, eða er ég eina manneskjan hérna sem finn hvítlauksbrauðslykt? :D