föstudagur, nóvember 27, 2009

desember í næstu viku

óje.
var að fatta það að hér hefur ekki verið skrifað óralengi. ætli það sé tilviljun að þessi uppgvötun á sér stað á sama tíma og skrifarinn sjálfur ætti að vera ða gera ritgerð?
við skulum sjá.
svo var síðasti póstur eitthvað svo þunglyndislegur, fólk heldur etv ég sé orðin eitthvað sloj. því er nú öðrunær. er að kenna... nei afsakið KENNA! uppá akranesi og það er bara mikið meiri vinna en ég hélt. en það sem ég hélt ekki var hversu ógeðslega gaman það getur verið. og hver vika er skemmtilegri en önnur. ho hoho.
jólatónleikarnir mínir fara ða detta inn, er að spá í að bjóða heiminum á þá svo allir sjái hvað krakkarnir mínir eru ÓGEÐSLEGA klár og dugleg. þeir verða líka þegar ég á afmæli og þá losna ég við að halda veislu (lesist: taka til heima). og styrki Spöl.ehf.
ekki að það hafi verið í lágmarki uppá síðkastið, kaupi reyndar 10 miða í einu, en samt.... 520 á skiptið að renna í gegnum 6km pípu?
jeminn.
en ég lofa (aðallega sjálfri mér) að pósta á mánudaginn, þá verða nefnilega örugglega vonandi ef ég verð dugleg um helgina góðar fréttir :D

L8R