mánudagur, júní 21, 2010

vakandi önd

get ekki sofið. alfeg súper gaman eða þannig.
svo nennti ég ekki að ganga frá eftir matinn í gær svo það er MEGA mikil matarlykt og ég að kálast úr hungri, nenni bara ekki aðfara að vekja neinn, tillitsemin uppmáluð.
oh jæja.
kannski maður taki nokkra spider kapla eða kíki á krossgátu. vaknar enginn við það.

miðvikudagur, júní 16, 2010

Béla Béla


núna er ég að hlusta á fiðlukonsert nr. 1 eftir aðal-kallinn. veit það er svolítið framhjáhald og auðvitað væri mér nær að hlusta á víólukonsertinn. en svona er maður mikið ólíkindatól. þetta er samt geggjaður konsert. þriggja vasaklúta.
en svona er þegar maður sefur lítið og illa á nóttunni og er svo eins og tuskudrusla allan daginn og eiginlega sefur bara. ég fór nú samt með tómar flöskur niður í kjallara.... alltaf svo dugleg. NOT, hélt ég myndi ekki komast upp stigann til baka, máttleysið í algjörum blóma. svo voru nágrannar mínir búnir að henda lökunum mínum í ruslið niðri í þvottahúsi -RUDE!
þau voru nú reyndar búin að vera þar ...ehem... í nokkrar vikur, en samt. eins gott það fer aldrei neinn út með ruslið þarna niðri, þessi annars fínu lök hefðu bara tapast. mikið eru annars sameignir leiðinlegar. oj. en núna þegar við jónsæti erum komin með Þvottavél og Þurrkara inn á baðið okkar þá þurfum við eiginlega ekkert að nota sameignina nema til að labba inn og út. það væri nú kannski hægt að skella rúllustiga fram af svölunum, nei segi bara svona.
jæja. kominn tími á meira hrökk brauð úr ikea, það er svo stórt að það kemst ekki inní skáp svo ég verð að drífa mig að éta það.

mánudagur, júní 14, 2010

why not?

búin að vera með sama útlitið á þessu bloggi forever. Forever segi ég... stofnaði það 2002. fyrsti ever (ekki for-ever) pósturinn http://totaviola.blogspot.com/search?updated-min=2002-04-01T00%3A00%3A00Z&updated-max=2002-05-01T00%3A00%3A00Z&max-results=1 . ótrúlega innihaldsríkt.
talandi um innihaldsríki þá er ég gjörsamlega að farast úr framtaksleysi. ég reyndar setti saman skóhillu. en var bara útslitin á eftir og nenni þ.a.l. alls ekki aðgera restina af því sem ég verð að gera í dag. púú.
mikið er samt gooooott að vera í sumarfríi... jafnvel þó það sé sparkað í mann daglega :)