föstudagur, júní 04, 2004

tónó djamm á morgun, laugardaginn 5. júní!

verður við félagsheimili orkuveitunnar, Rafstöðvarveg í elliðaárdal. mæta 18:00 og vera reddí tú rokk!!
bið þá sem ég sendi sms velvirðingar á því að gleyma að taka fram hvenær djammið væri.
:D

mætið!
maður er bara þokkalega að passa Símann (einsog Frímann...) hérna á skjalasafninu, algjör snild. er líka búin að vera að ljósrita veðmálabækur og túnakort. allt að tryllast.
var annars áðan á æfingu með elsku Tuma mínum. úff hvað það var gaman, ég er alfeg á því að verða víóluleikari í strengjakvartett alla mína æfi, það er svo ógeðslega skemmtilegt :D :D
athöfnin í gær gekk bara ofsavel (þótt að jóni hafi fundist víólustykkið mitt leiðinlegt) og kökurnar og KAFFIÐ voru svossem enginn viðbjóður, mér fannst nú samt vanta soldið upp á stemminguna og var fljót að hlaupa heim og stúta kippu.
nei.
svo kom það uppúr dúrnum að frú Helga Guðmundsdóttir, sem sjóðurinn er skírður eftir og er í minningu um, er náskyld mér. eða svo gott sem. eða hvort það var maðurinn hennar? einhver langafi minn og jah... einhver pabbi hennar eða ble... tjah... báðar ömmur mínar útskýrðu þetta fyrir mér, amma D. kom meira að segja með mjög ýtarlegar útskýringar og rakti ættir okkar aftur í þónokkurn tíma. ég missti þráðinn hins vegar á öðrum eða þriðja lið og er því ekki til afspurnar. amma B. varð hins vegar yfir sig hrifin að hitta loksins fólk á sínum aldri (orðin nett pirruð á að umgangast okkur óþroskuðu mæðgurnar) og fannst allt í einu hugmyndin að fá sér ellismells-íbúð ekkert svo galin.
jábbjábbjább!

svo er það tónó-sumar-djamm annað kvöld! allir memm :D