þriðjudagur, október 28, 2003

hún Iðunn sæta á afmæli í dag!
til lukku elsku krúttið mitt.



fann þessa mynd inná google undir 26th birthday... sel það ekki dýrara en það ;)
"taka sig saman í andlitinu, part 2"

eftirfarandi verður ekki lengur leyft:
1) sofa til hádegis
2) borða TVO örbylgjupopp-poka yfir leiðinlegri bíómynd (þetta á líka við Þó að sætur strákur sé innifalinn)
3) vera í fýlu af því maður æfir sig ekki og æfa sig þ.a.l. ekki
4) drekka ógeðslega mikinn bjór "afþvíbara"
5) urra á fjölskyldumeðlimi
6) láta fólk fara í taugarnar á sér "afþvíbara"
7) skrópa í vinnuna og fá lítið útborgað

í staðinn er æskilegt að:
1) vakna snemma og æfa sig
2) borða lítið í einu og bara hollan mat
3) reyna að vera geðgóður (hugsa fallega)
4) drekka temmilega og vera fyndin
5) segja góðan daginn við fjölskyldumeðlimi á morgnana
6) láta eins og sumt fólk eigi við veruleg vandamál að stríða og koma þess vegna fram við það í samræmi við það
7) mæta í vinnuna og fá kauphækkun (eða ekkvað...)

óskiði mér nú góðs gengis, held það veiti ekki af. annars var dagurinn svossem ágætur. gerði alfeg næstum því allt á listanum (það var enginn bjór til heima og mér fannst það of gróft að fá mér Gammeldansk bara út af einhverjum lista...) pumpaði meira að segja í dekkið á bílnum, þetta sem lekur alltaf úr. svona getur maður verið almennilegur. jammogjájájá. svo gaf ég Jóni og Björgvini allt hrökkbrauðið mitt og sá ekkert eftir því. samt er ég alfeg ferlega matsár.