föstudagur, júlí 30, 2004

verslunarmannahelgi að upprenna
nú fer að koma helgi, helgi, helgi,
fylla allir sína belgi, belgi, belgi
og elta elgi, elgi, elgi.

þetta fína ljóð væri mjög fínt í noregi, því það er svo mikið af elgum þar. en hins vegar eru norðmenn ekki með svona verslunarmannahelgi, þannig að þetta er eiginlega dauðadæmt frá byrjun. oh.
en mér tókst með miklum undanbrögðum að sofa yfir mig í morgun og fékk þess vegna stuttan matartíma. í þessum fyrrnefnda tíma er við mat er kenndur fór ég hins vegar í mikla ránsför (óviljandi) og át grænkál frá einhverjum samstarfsmanna minna.
ég elska grænkál.
en nú er ég að fara heim í fjörðinn og er svona hugsa um það hvort ég eigi að leiðrétta þennan stuld eða bara vera kúl á því. hmmm. það myndi hjálpa til ef ég vissi hver átti umrætt grænkál, vegna þess að mér er mishlýtt til samstarfsmanna minna eins og gefur að skilja. einum samstarfsmanna er mér t.d. mjööööööög hlýtt til... en það er önnur saga. nú held ég hins vegar að ég ætti að fara að drífa mig heim og víólast í smá stund.
hóhóhó!

góða helgi börnin mín :*
símafælni hvað?
þeir sem halda því fram, að ég, hin fróma fröken harðdal sé með eitthvað "THING" fyrir að hringja útúm kvippinn og kvappinn, skulu nú hið sama kæla handa mér bjór því ég er nýbúin að panta mér ný PIN númer. B Æ Ð I hjá europay og íslandsbanka. það eru fokkin TVÖ símtöl, takk kærlega fyrir.
húhh

:p