mánudagur, september 22, 2008

loks

er ég farin að geta gengið, setið, legið og beygt mig. fékk svona líka hroðalega magakveisu á fimmtudag og ákvað að nota helgina í ákaflega huggulega legu/setu. ógeð.
það ætti að banna fólki aðverða svona veikt.
reyndar var mér hjúkrað af miklum móð, borið í mig vatn og... uh vatn. hélt engu niðri og hafði enga matarlyst svona framan af. lenti svo í því (örugglega fyrsta og síðasta skipti) að vera svo að segja neydd í að drekka Gammel Dansk. það slær á, trúið mér.
en svona til að móðursjúkir lesendur rói sig, þá var þetta ekkert alvarlegt, bara "magakvef" eins og læknirinn sagði (ákvað að skella mér til áður óheimsótts heimilislæknis í verstu rokunum). sumir æla og sumir fá hita og sumir bara liggja og emja eins og ég. gerist.
hrumpf.
ekki það ég hafi verið fúl að þetta væri nú ekki eitthvað gríðarlega mikil veiki, en mér fannst þetta heldur þunn útskýring á svona miklum verkjum. en núna þegar þetta er eiginlega allt búið lítur dæmið mikið betur út og sé fram á að arka hress og kát til vinnu í fyrramálið.
svo er bara að vinna upp allt það sem helgin átti að fara í. skemmtilega hresst að vera búin að plana heila helgi í æfingar, þrif og framkvæmdir og þurfa svo bara algjörlega að ýta þeim á undan sér. en á maður ekki bara að vera þakklátur fyrir að komast yfir þetta? held það :)

annars allt í góðum gír á Hjöddanum, ég meira aðsegja skellti mér á flug til London í nóvember. fékk það á svona líka góðum prís, 18000 kall. af því voru bæði flugin (út og heim) um 7000 en hitt skattar og gjöld. næs?

en mikið er Beethoven píanókonsert nr. 5 annars fallegur. mmmm....

miðvikudagur, september 17, 2008

galdrakisi

kemur nær og nær.... en HREYFIR SIG ALDREI!
samt geðveikt hissa.
þetta er jafn fyndið í þriðja skiptið, ég get svo svarið fyrir það.

þriðjudagur, september 16, 2008

týnt en ekki tapað

matreiðslubókin mín (sem er bleik á lit) týnist aldrei. nema koreri áður en sá sem ætlar að nota hana þarf að fletta einhverju upp.
þetta endurtók hún af miklum móð hérna áðan og leitaði ég horna á milli í allri íbúðinni. athugaði meira aðsegja hilluna undir vaskinum á klósettinu, svona til að ítreka hversu vandlega var leitað.
svo var hún auðvitað uppí hillu með hinum matreiðslubókunum, með sakleysissvipinn.
það sem var einkar skemmtileg var svo að komast að því að þessi tiltekna uppskrift var svo þegar allt kom til alls bara ekki í bókinni.
jahérna svona er nú margt manni til skemmtunar gert.
eða þannig.
en jæja, mér er ekki til setunnar (z) boðið að skella mér útí búð. á von á nokkrum hefðardömum í kvöldverð á morgun svo það er eins gott að vera vel birgur.

fimmtudagur, september 11, 2008



aumingja litli sæti dekraði Óskar Köttur þarf að fara til læknis á morgun... þarf að taka úr honum tönn. aaaauuuumingja liiiiitli. enda verður hann extra mikið dekraður það sem eftir er dags.
ég er í fríi, náði með miklum og ströngum (eða svona) samningaviðræðum að fá akkúrat þær vaktir á kaffihúsinu sem ég vil, er s.s. að vinna mánudag til fimmtudag 8-13 og svo frí rest. yay! þannig að nú get allir skellt þessu inní annars bussí stundatöflurnar sínar og mætt í rjúkandi kaffi uppí salt.
er að plana London ferð líka... þarf að drífa mig í tíma til mrs. Golani og svo verða sýnist mér hörku víólutónleikar 30. nóvember sem ég mun spila á, en meira plögg um það seinna. svo það er allt í gúddí hér á bæ... meira að segja búið að mála baðið.

mánudagur, september 01, 2008

já sææll

já fínt.
eins og venjulega þegar ég finn fyrir vott af stressi (sem gerist sirka einu sinni á 10 árum) þá hreinlega missi ég meðvitund og er þar af leiðandi búin að sofa í næstum allan dag. erum að tala um DAGINN sem átti þvílíkt að nota til sveittra æfinga og hreinsa upp ALLA óhreina staði í nokkrum huggulegum verkum sem þarf að spila á miðvikudaginn fyrir flokk fólks.
oh jæja.
ég reyndar fór í ræktina í morgun með madam Rosenkjær, svo ég get ekki verið algjörlega óánægð. svo vaskaði ég líka upp.
og tók til í stofunni.

átökunarfælni?
ó je.

annað í fréttum er að ég fitnaði svo mikið á spáni að ég kemst bara í náttfötin mín. þannig að það er bannað að halda að ég sé geðveik ef þið sjáið mig útá götu í skrítinni múnderingu. :)