föstudagur, september 13, 2002

jæja.
ætli maður fari ekki að kveðja fyrir helgina, enda er klukkan langt gengin sjö. gott hjá mér að hanga bara í vinnunni endalaust, bara því að ég er að fara í mat hjá Tinnu Öðlingi....
ég sem er ósturtuð með fitugt hár og svitafýlu.
svo er ég eiginlega líka í fýlu, því að kvartettinn ógurlegi sem ég er að spila í í Listaháskólanum (sagt hægt og vandlega með mikilli upphefð) er svo fokking drulluleiðinlegur að ég gæti ælt.
Karólína, ef þú ert að lesa.... HÆTTU AÐ SEMJA SVONA LEIÐINLEGA KVARTETTA!!!!!!!
en stelpurnar sem ég er að spila með eru fínar. tíhí :) stelpurnar sem ég er að spila með!
það er eins og ég sé einhver svakalegur níðingur eða eitthvað, alltaf að spila með stelpurnar, hehe!
en svo ég haldi nú áfram að vera í fýlu, þá get ég líka sagt það með miklum trega að á meðan ég var að spila hörmungina, voru KÖKUR með kaffinu hér á skjaló og þær voru allar búinar þegar ég kom til baka :(
BÚHÚ!!!
mér finnast nefnilega kökur góðar.
en jæja.
bless bless í bili gærurnar mínar og góða helgi ;*
ég var að fá tölvupóst frá fjandans flugleiðum.
ég hata flugleiði.
helvítis einokunarfávitar.
en þeir segja orðrétt...

"Osló er notalegur staður. Borgin og umhverfið, allt er ósköp hlýlegt. Miðbærinn er heillandi og gaman að rölta niður að höfn sem er afar skemmtilegt svæði. Þar má snæða ljúffengan málsverð í blíðunni, njóta þess að hlusta á lifandi tónlist og horfa á mannlífið. Skemmti- og tívolígarðarnir eru spennandi staðir fyrir börn og ungt fólk ætti að ,,taka púlsinn" á kaffihúsamenningunni."

er ekki allt í læ með fólk?
þar má snæða ljúffengan málsverð í blíðunni og horfa á mannlífð.
kíkið á þetta!
djöfulsins flugleiða lygahundar
hmmmm
prófa prófa
ég var sko að setja inn svona "comment" svo fólk geti haft skoðanir á því sem ég segi.
ekki það að það sem ég segi sé eitthvað sniðugt. en bara svona. segi svona.
hmmm.
heeeeeei!
ég er litla ungfrú óstundvís!




which mr. men/little miss are you?
take the quiz & find out! :)
quiz made by



the night is like a day without sunshine

upp kominn föstudagur, enn á ný.
hmmm
fyrsti föstudagurinn án Eyjólfs, sniff-sniff. :(