fimmtudagur, júlí 22, 2010

3 vikur


CIMG0785
Originally uploaded by tota121280

jæja... styttist óðum, bara 3 vikur í dag. og herra jónsson orðinn það stór að hann gæti hæglega sjálfur hringt á sjúkrabíl og klippt sjálfur á naflastrenginn. eða svo gott sem. það er s.s. úr sögunni að okkur fæðist fyrirburi. ætli það sé ekki bara good news? held það.
áðan kúkaði mávur á bílrúðuna mína, það var hins vegar ekki eins skemmtilegt og ég neyddist til að kaupa mér Lion Bar og sódavatn til að komast yfir sjokkið, alfeg skelfilegt sem getur tekið á ða fá svona kúk á bílinn sinn.
Óskar er í fýlu af því ég nenni ekki að fara með hann út. það sem hann hinsvegar veit ekki er að úti er rigning og eiginlega bara pínu kalt svo það er ekkert gaman þar. maður hefur alltaf haldið að kettir væru svo næmir á umhverfið og svona... herra fúll nær ekki einu sinni að tengja veðrið á svölunum við veðrið á bílaplaninu fyrir neðan. en hanner svo sætur það er fyrirgefið (já þótt hann sé í fýlu og ég sé búin að fá "illa augnaráðið").
svo fór ég í Rúmfó. sem er því miður næstum því að verða daglegt brauð. ótrúlegustu hlutir sem fást í Rúmfó. í þetta skiptið keypti ég 2 hlýraboli, 2 liti af rándýru garni og 5 prjóna nr. 2. prjónarnir voru í pakka svo ég þurfti bara að borga eitt verð fyrir þá, SCORE! svo hefur konan á kassanum örugglega vorkennt mér svakalega fyrir að vera svona eins og hnöttur og passa bara í LARGE mega-súper síða hlýraboli að ég borgaði bara fyrir einn. ef ég væri eins heiðarleg og mamma mín hefði ég bent á þetta, en ég var að kaupa mér baðherbergi svo ég er mega-súper blönk.
mál að pissa.
stanslaust.