fimmtudagur, mars 17, 2005

FIMMTÍUOGFIMM PRÓSENT? mæ es

mér leiðist svo mikið í vinnunni að ég tók svona kossapróf. sem er algjört spagettí. sýnir hér bleikt á svörtu hversu lélegt og óáreiðanlegt netið er.
en mér finnst lína nr. 2 geðveikt fyndin svo þetta var ekki algjörlega veistoftæm (jú)


Kissing Report
(This report is for entertainment purposes only.)

Your score:
11

Your percentage:
55%

Your Analysis:
So So Smoocher

tótu leiðist í vinnunni

ég var að finna uppá leik sem er mjög leiðinlegur, en þegar maður stendur við þartilgerða ljósritunarvél og er að ljósrita ógeðslega þunga bók sem er 400 síður og maður er rétt svo komin á bls. 35 eða eitthvað þá er hann alfeg sniðugur. svona smá allavega. en leikurinn er þannig að maður hugsar eitthvað orð og svo ljósritar maður 10 bls og hugsar þá annað orð. svo reynir maður að tengja þau saman.

sviti -> gíraffi
ég var í ræktinni áðan og svitnaði geðveikt mikið, Mamma mín elskuleg skrópaði hinsvegar í tímann og var ég mjög leið yfir því. það minnti mig hinsvegar á það að í gær gerðist ég mamma. þeas, hún Hulda lét mig skrifa undir eitthvað svona plagg, sem gerir það að verkum að ég borga fólki pening fyrir að bjarga litlum börnum. sem minnir mig á bókina sem ég er að lesa um hana Mme Ramotswe (eða hvað hún nú heitir) sem var einmitt í síðasta kafla að taka að sér tvö munaðarlaus börn. og sú bók heitir einmitt "tár gíraffans". svona er auðvelt, börnin mín, að tengja saman þessi tvö ólíku orð.

...ert nú alfeg viss um?

þetta fékk ég sent í dag:

"Sæl og blessuð

Í tilefni þess a lögreglan handtók Ítalan Luigi Sposito 4. mars síðatliðin
fyrir að dáðst að og taka myndir af Alþingishúsinu, hefur hópur fólks
ákveðið að feta í fótspor hans á miðvikudaginn 16 mars. kl 17:30. Við
viljum vita hvort við hljótum sömu viðtökur hjá lögreglunni og hann fékk.
Hann var handtekinn og sakaður um að vera hryðjuverkamaður, vegna þess að
hann var aðum að taka myndir af þinghúsinu þegar hann var með húfu og
trefil og um að hafa teiknað eitthvað á blað. Hann var í haldi lögreglu í
11-12 klst og var þar af í yfirheyrslum í 4. klst.
Mætum fyrir framan Alþingishúsið kl 17:30 næstkomandi miðvikudag, ef til
vill með trefla og húfur takandi myndir og teiknandi á blöð......
Vinsamlegast sendið þetta bréf áfram til vina og kunningja.

Fyrir hönd mótmælenda..."

nú veit ég ekki alfeg hvað fór þarna fram, enda þekki ég Luigi ekki, en ætli fólkið sem skrifaði þetta og er að dreifa þessu útum allt geri það? er þetta vinur einhvers og veit hann af þessu/er samþykkur? svari mér nú sem geta því að mér finnst soldið vond lykt af því þegar fólk er að mótmæla fyrir hönd venjulegs fólks. ég meina, auddað er gott að mótmæla þegar einhver er vondur við minni máttar, börn eða þroskahefta eða dýr og svona... en ítala?
svo vita allir sem hafa verið á íslandi lengur en í korter, hversu undir- og illa mönnuð lögreglan er, ég bara trúi því ekki að þeir hafi mannskap í að rúnta um bæinn og stalka einhver túrista grey, bösta þau svo og yfirheyra í hálfan sólarhring. Það hlýtur að vera eitthvað meira á bak við þetta.
Og HVAÐ EF?
við erum nottla á þessum forláta lista þarna.
svo erum við líka með ítalskt mafíufyrirtæki hér á okkar snærum sem er þekkt fyrir fjársvik og skattarugl og ég veit ekki hvað.
hvað ef luigi sposita ER í alvörunni hryðjuverkamaður?
þá er nú kannski bara ágætt fyrir hann að fá kaffi og kleinur í 12 tíma meðan að löggan er að dobbúl tsjekka töskuna hans.

finnst mér.

en auðvitað megum við ekki verða eins og bandaríkin, guð hjálpi okkur þá.