það snjóar og snjóar og svo er mér svo kalt á puttunum að ég get varla slegið á lyklaborðið. sem verður nú að teljast töluverður ókostur, vinni maður við innslátt. samt hef ég reynt að drekka kaffi og hugsa dónó.
en mér er ennþá kalt.
svo er elskulegur jónsæti að fara til danmerkur á morgun. verður reyndar bara í 3 daga, en mér er sama. finnst það hroðalegt :( ætla flytja heim til mömmu á meðan og föndra geðveikt mikið af jólaföndri. svo er ég reyndar líka komin í smá drekasyrpu sem útskýrir skróp mitt í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. kjammkjamm.
en talandi um jónsæta þá er ég að bíða eftir honum núna á meðan hann er að ég veit ekki gera hvað... gerir hann sér ekki grein fyrir hversu kalt mér er orðið.
svo er líka brjálæðislega dimmt úti! á ekki að "birta til" (sagt með svona röddu) þegar snjóar? mér finnst nú bara ekkert "bjart til".
hehe.... nú var kona húsvarðarins að kveikja á útvarpinu, snild svona óhljóðeinöngruð hús. einangruð?
ein angruð kona. einn angraður maður.
manni dettur helst í hug í hug lagið "im angry because im cold and it´s dark" í þessum aðstæðum.
nei djók, það er ekki til neitt lag sem heitir þetta.
ble.
ég sakna tuma :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli