miðvikudagur, júlí 21, 2004

ég nenni ekki að vera lengur hérna í vinnunni. það er sól úti og éger að fara í söngtíma kl. 8. vonandi. svo er kvartett æfing á morgun :) það mætti halda að maður væri í sumarfríi.
uh...
eða það.
svo er liðið að spá í að fara á kaffihús eftir vinnu. ég sagðist ekki nenna ef að Jón kæmi ekki. -bælda tóta! gætu sumir e.t.v. sagt núna, en málið er að ef ég, eða þú, eða bara svona venjulega manneskja með venjuleg áhugamál fer á kaffihús ein síns liðs með þessu fólki þá er voðinn vís. fyrst byrja þau að tala um stjórnmál nútímans í smá stund (yfirleitt ekki lengur en 10 mín) og svo er eins og ýtt sé á takka í lyftu og umræðurnar færast aftur og aftur á bak í tímann svo áður en maður hefur lokið úr fyrsta bollanum er mjjög líklegt að umræðurnar séu komnar langt aftur á 18. öld. ef þú ert heppinn. þannig að ef ég hef Jón mér við hlið, get ég þó allavega talað um James Bond eða south Park eða bara... veðrið eða eitthvað.
úff púff

Engin ummæli: